Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Qupperneq 28
18
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
staða var hlutskipti Vesturevrópu: sigldu skipum sínum til Vestur-
heims. Norrænn maður hefur þannig sigrast á meiri fjarlægðum og
kynst við fleiri þjóðmenníngar en aðrir menn. Þekkíng andstæðra
skauta er orðin aðalsmerki þess hluta kynstofnsins sem hæst ber
og síðar varð ímynd hans í sögunni.
5
Á þeim tíma sem vegur norrænna manna verður hvað mestur,
víkíngaöld, háttaði svo til á Vesturlöndum að list orðsins í formi
skáldskapar mátti heita óþekt. Þjóðirnar sem á þessum tíma bygðu
Vesturevrópu við svo þraungan kost að húngursneyð var altaðþví
normalt ástand, mannát jafntítt og með nokkrum þektum villi-
mannakynstofnum annarsstaðar á jörðinni fyr og síðar, þessar þjóð-
ir áttu eingar bókmentir, og það er í raun og veru villa þegar því er
haldið frarn að þær hafi átt ritmál og fyrir þær sakir staðið um
menníngu framar Norðurlandabúum. Gregor mikli, 6. öld, sem öðr-
um framar mótaði miðaldirnar og setti þeim lífsreglur, hataðist við
bókmentir og reyndi að gera sem minst úr hinum „klassiska anda“.
Hann lýsti yfir fullum fjandskap sínum við skáldskap.
Pirenne hefar sannað, sem fyr getur, að frá því á 8. öld hefur
Evrópa ekkert samband handan yfir sjó, utan Feneyar lítilsháttar
og þó aðeins sem fylgitúngl og annexía Miklagarðs, og þetta hefur
þær afleiðíngar að öll verslun í Evrópu legst niður, en hagkerfi álf-
unnar verður í aðalatriðum frumrænn landaurabúskapur, og fyrir
bragðið hverfur öll hagræn dagleg þörf fyrir skrift. I þessu kyrstæða
sveitaríki verður alt í útideyfu um mentir, og svo er hinum ómönn-
uðu eða afmönnuðu kynflokkum álfunnar gerhorfið skynbragð á
sögu sjálfra sín, að þeir hafa ekki einusinni rænu á að skilja eftir
sig skráða skýrslu af þeim stórviðburði tímanna, sem ákvarðaði
örlög Evrópu um.alla framtíð, en það var orustan við Poitiers um
miðja 8. öld, þegar framrás múhameðs var stöðvuð af Karli Martel.
Hitt er að vísu satt, skriftin var altaf þekt af þraungri stétt manna
á Vesturlöndum, klerkunum, þeir kunnu grammaticam í formi úr-
kynjaðrar latínu, ritmál kirkjunnar, sem ekki var leingur mál neinna
Iifandi þjóðflokka og því óhæft til að tjá mannlíf aldarinnar; og
þegar sú tíð rann mörgum öldum seinna að þjóðirnar tóku að