Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 88
78
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hans að gefa sig á vald bölmóði og uppgjöf til þess að komast hjá
því að leysa af hendi erfiða skyldu, eða til þess að losna við að
horfa upp á hræðilegar sýnir. í stað þess starfaöi hann.
Það var þeirra að æðrast, þessara böltrúarmanna og böltrúar-
flytjenda, sem ekki höfðu neina sanna þekkingu á lífinu, sem ekki
höfðu neinar ákveðnar skoðanir á málefnum lýðsins, og alls enga
trú höfðu á góðvild og þreki almúgans. Honum hæfði ekki hlutverk
æðrumannsins. Það hlutverk er gert úr rómantískri eigingirni til
handa leitandi sálum, fíngerðum „individualistum“, sem ekki hafa
rætur í jörðu, heldur í lausu lofti.
Rolland bað menn oft athuga, að bölsýni í skoöunum leiddi til
einskis nema ófarnaðar. Og sem honum var þetta ljóst, stóð hann
við orð sín og kenningu og vék aldrei frá þeim, og þetta entist hon-
um til brautargengis fram að síðustu.
Það er auðvelt að gera sér í hugarlund, hvert álit Romain
Rolland hefur haft á flótta vinar síns og lærisveins, Stefans Zweigs,
frá þessu lífi. Sjálfsmorð Zweigs varð fasismanum ljár í þúfu. Hvers
vegna fyrirfór hann sér? Ekki var hann inniluktur í ríki Hitlers,
heldur var hann staddur í hinni fögru borg, Rio de Janeiro. Margir
andfasistar og aðdáendur bóka hans þyrptust um hann til að veita
honum og konu hans hollustu og vinsemd. Hann var hvorki í hættu
né nauðum staddur. Hann var hraustur. Hann átti yndislega konu,
sem unni honum svo mjög, að hún kaus heldur að deyja með hon-
um en lifa eftir. í öllum siðuðum löndum nutu bækur hans virð-
ingar þúsunda. Lesendur lians álitu hann mikilsverðan menningar-
frömuð, forystumann og kennara. Og svo kom þessi undarlega, ó-
vænta lausn: Uppgjöf. Sú höfn, sem hann leiddi þá til, er honum
trúðu, var gröfin.
Ekki hlauzt þetta sjálfsmorö af vantrú og siðleysi, heldur bölsýni.
Zweig hafði aldrei staðfasta trú á alþýðunni. Efasemdagrúsk hans
hleypti honum út í fen af hugtakaruglingi. Aldrei gat hann fyllilega
sætt sig við aðdáun Rollands á Sovétlýðveldunum, en þó var hann
henni ekki beinlínis andvígur. Honum leizt ekki á blikuna, þegar
höfundur Jean Christophs fór að aðhyllast kenningar Marx og
Lenins. Hann varð steini lostinn, þegar Rolland ákvað að staðfesta
skoðanir sínar og ganga í Kommúnistaflokkinn.