Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 128
118
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
menn af langri venju. Ekki hefur mér heldur skilizt, hvers vegna rímuð er
saman fyrsta og áttunda Ijóðlínan í fyrsta kvæðinu í bókinni (I Uljdölum).
Annað, sem orkar nokkuð tvímælis, er, hversu skáldið skiptir hispurslaust
setningum í miðjum Ijóðlínum, svo að málhvíldir verða þar. Þetta finnst mér
spilla kveðandinni, en það kemur gleggst í ljós, þegar kvæðin eru lesin upp-
hátt. Vafalaust er allt þetta gert að yfirlögðu ráði, því að það er auðfundið,
að skáldið veit vel, hver venjan er í þessum efnum í eldri íslenzkum kveðskap,
en hann sýnist vilja losa um ýmsar skorður kvæðaforms, sem skáldin héldu
lengi fast við. Yms nútímaskáld hafa hneigzt að því sama, en að sjálfsögðu
má lengi deila um áhrif þeirrar stefnu.
Andrés Björnsson.
ÍSLENZKAR ÞJÓÐSÖGUR OG ÆVINTÝRI.
Einar Olafur Sveinsson tók saman.
Leiftur. Rvík 1944.
Þetta er mikil bók og allþykk, full fimm hundruð blaðsíðna auk forspjalls
Einars um efni og tegundir þjóðsagnanna og menningarsögu þá, sem úr þeim
má lesa. Og engan þekki ég, sem kann að lesa þjóðsögnr og leiðist, að slík
bók sé þykk og mikil. Engin þörf er að lesa allt í lotu, gott að fara ekki hraðar
yfir en svo í tómstundum, að fyrstu sögur séu gleymdar, þegar þeim síðustu
er lokið, svo að óhætt sé að byrja bókina á nýjaleik. Þannig vilja krakkar
fá að heyra þjóðsögur aftur og aftur, og fleiri vilja það.
Fyrirferðarmestir eru 5 þættirnir um huldufólk, drauga, galdra, útilegumenn
og ævintýri, sinn áttungur hókarinnar hver. En % bókar veita tröllasögum, helgi-
sögum og gamansögum mikið rúm, og loks eru kaflar, sem heita: Sæbúar,
Ófreskisgáfur, Ur náttúrunnar ríki og Ur sögu lands og lýðs. Allar þessar
sagnategundir kannast menn við úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar, enda er lang-
mest af efninu þangað sótt.
Val sagnanna hefur vel tekizt, enda er Einar langbezt að sér allra fræði-
manna um íslenzkar þjóðsögur, eins og ráða má af fyrri bókum hans um þær.
En hér var þess lítill sem enginn kostur að koma mönnum á óvart með úrvals-
sögur, áður lítt þekktar.
Eg get ekki stillt mig um að taka upp smámola úr forspjalli Einars, fyrst
um þá heiðni, sem kristnin yfirvann aldrei.
„. . . meginefni sagnanna er trúarskoðanir og lífsspeki- alþýðunnar. Augljóst
er þetta að því, er hina fornu þjóðtrú snertir: álfatrúin litast ekki ögn af
skýringartilraunum lærðra manna, sem reyna að koma kristnum lögum yfir
huldufólkið með því að gera það að illum öndum; draugasögumar halda sínu
ævaforna hugmyndakerfi, hvernig sem guðfræðingar hugsa sér líf manna eftir
dauðann. En jafnvel í þeim sögum, þar sem mestra kirkjulegra áhrifa gætir,