Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 38
28
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
kristnihald, sem var fyrst og fremst form og ytra lögmál, hafa ís-
lendíngar aldrei verið kristijir í líkingu við aðrar Evrópuþjóðir,
nema að því leyti sem húngursneyðir kristnuðu okkur um tíma á
17. og 18. öld. Olafur Lárusson dregur af fjölda prestskyldarkirkna
um 1200 að hér hafi þá verið einlægara og sterkara trúarlíf en
nokkurntíma fyr eða síðar í sögu landsins.
Sannleikurinn er sá að meðan hér standa flestar kirkjur eru samd-
ar hér heiðnustu bókmentir í Evrópu, og ísland eina land álfunnar
þar sem heiðinn andi skapar verk hámenníngarlegs gildis. Þeir sem
til þekkja í Suðurlöndum vita hve valt er að dæma um einlægni
trúarlífsins af fjölda kirknanna. Fjöldi kirkna segir ekki meira um
einlægni trúarlífs í landi en fjöldi bindindisstúkna um hófsemi.
12
í jafnfáum dráttum og hér eru rissaðir gefst lítið rúm að greina
í smærri atriðum þann mismun menníngar, hugarfars og afstöðu,
sem gerskilur íslenskar fornsögur og vestrænan miðaldaskáldskap;
ekki heldur til að bera saman hvað áþekt er með norrænum arfi
heiðnum og kristninni. Sem betur fer eru nú uppi fræðimenn sem
skýra fornrit vor á menníngarsögulegum grundvelli, og reyna ekki
leingur, einsog áður var siður, að finna þeim stað með því að grafa
eftir skyrinu á Bergþórshvoli eða benda á helluna sem Grettir reisti
á Skjaldbreið.
Vitanlega sækja Islendíngar margskonar áhrif í erlenda skáld-
skaparhefð alla ritöldina, ekki síst franskar tískubókmentir um
riddaraskap og kurteisi, nota erlendar fyrirmyndir að svo miklu
leyti sem þær verða samrýmdar innlendri sagnlist, þó erfitt hafi
reynst, jafnvel í svo margbreytilegri bók sem Njálu, að benda á bein
teingsl við erlend rit, — einna eftirtektarverðust kynni að vera lík-
íng sú sem Einar Ólafur Sveinsson greinir milli draums Flosa og
frásagnar um múnka í Díalóg Gregoríusar mikla; í hinum einrækt-
uðustu og sjálfrunnustu Íslendíngasögum einsog Egils gætir þó er-
lendra áhrifa furðu lítið, og franskra tískuáhrifa varla. En allir
hljóta að finna að í fornsögum íslands er eitthvert það efni, einhver
sá andi, sem gerir þær annars eðlis en kristnar bókmentir, jafnt
fyrir því þó kristið hnyss sé að þeim hér og hvar. Ef vér höfum