Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 79
PAR LAGERKVIST
det onda pá jorden till dels betvang
och dog som en fralsares like.
69
Og í L&ngfredag talar skáldið um þennan „dag allra krossfestra“,
þegar píslarvottarnir rísa upp úr myrkri aldanna
med helig strilglans om pannan
och skymfad och blodig kropp,
de som gjorde vár vag till en annan.
Sú trú, að þjáningar og dauði geti orðið óþrjótandi orkulind,
virðist í fljótu bragði á litlum rökum byggð og laus við alla skyn-
semi. En við, sem lifum nýja böðulsöld, við, sem höfum kynnzt
mannaveiðum nazista og helvíti fangabúðanna, við, sem höfum
orðið vitni að slátrun saklausra gísla og hinu ódrengilega morði á
slíkum andans manni sem Kaj Munk, og höfum þó stöðugt séð
mótstöðuafl hinna kúguðu vaxa — við ættum að geta skilið þessi
sigurvissu orð Lagerkvists um píslarvottana:
Lemlastade lig de pi bár,
maktlösa, med uppskuren sida.
Men anden ur deras sir
drack kraft till att an en ging strida!
Einn ljóðaflokkurinn í „SSng och strid“ heitir Hemland. Ef til
vill verður hugtakið fósturjörð okkur þá fyrst dýrlegt, er við eigum
á hættu að missa hana. Eftir 1940 verða Norðurlönd fósturjörð
Lagerkvists. Heiti eins kvæðisins ber þessi vitni: Norden ar vart
fosterland. Og ljóðið Det sörjande Norden er óður til herteknu
bræðraþjóðanna. Hann verður enn áhrifaríkari vegna þess, að
skáldið lætur sumarskrýdda náttúru Norðurlandanna hryggjast með
mönnunum:
Ej lyfter gladjen sin cymbal
att livets ljuvhet prisa,
tyst ligger sommarns högtidssal
och vinden glömt sin visa.
I sorg ar sankta vira land
och siren skall ej helas.
Ej över gransen racks en hand,
för ej ens sorg fir delas.