Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 35
MINNISGREINAR UM FORNSÖGUR
25
„Á níundu öld voru ekki til þjóðir í Evrópu, heldur aðeins kristin-
dómur“, segir Pirenne. Þjóðirnar voru kristindómurinn. Ríki Karla-
magnúsar bygðist á einíngunni við páfann. Þessi kristna „alþjóöa-
hyggja“ er höfuðeinkenni miðaldanna, og hún heldur áfram að
ríkja, að vísu við breytt skilyrði enda með öðrum blæ en á níundu
öld, uns alveldi kirkjunnar er fullkomiÖ á þrettándu öld. Kristnum
dómi skulu allir hlutir lúta, jafnt stríð og skemtun, enda ekki það
orð hugsanlegt í neinu formi, sem ekki standi í þjónustu hans. Raun-
sæi og sannskynjun er miðaldaskáldi ókunnugt áhugamál, enda á
hvaða tíma sem er óskiljanleg hugmynd þeim manni sem álítur túng-
una tæki til þess að lofa guð og efla dýrð hans. 011 meiri háttar
verk franskra bókmenta frá því þær hefjast lúta konúngshugsjón-
inni, en hlutverk konúngsins er hið sama og páfans: að efla kristinn
dóm, gera guðs dýrð meiri. Og jafnvel þó skærist í odda með kóngi
og páfa er sjálfur kristinn dómur af hvorugum aöilja dreginn í
vafa fremur en auövaldsstefna mundi nú á dögum af tveim fjand-
samlegum keppinautum heimsverslunar.
Vestrænn miðaldaskáldskapur virðir því aÖeins hlutinn, yrkis-
efnið, að hann megi lil þjóna að boða annað en sjálfan sig; að hann
tákni annað en hann er. Frá því hin meiri verk frönskunnar verða
til á tólftu öld, og altþartil nútímabókmentir hefjast, stendur allur
meiri háttar skáldskapur í Evrópu í þjónustu einhvers annars en
yrkisefnisins, orðið stendur ekki í þjónustu hlutarins, heldur þeirra
afla og hugmynda sem ráða löndum, og sama gildir um persónur
þessa skáldskapar, eða einsog Ker segir um chansons de geste:
„hetjurnar missa sem persónur sjónleiks það sem þær vinna full-
trúar hugmynda“. Hvergi kemur einstefna miðaldanna skýrar fram
en í hinu fullkomna skáldverki þeirra, Divina Commedia, þar sem öll
veröldin er beygð undir ægishjálm guðfræðinnar og alt gerist í
einum tíma, sem er eilífðin sjálf. Heimur kristins dóms er ekki
„náttúrlegur“, heldur er dautt og lifandi, menn og atburðir aðeins
guðfræðilegt fyrirbrigði. Heiðin fortíðin verður einnig að hlíta
lögum guðfræðinnar, Brútus og Cassíus eru í Helvíti, meira að segja
Virgill skáld. Orð og mynd eru til kvödd að þjóna þessu eina sjón-
armiði; og þannig týnast og gleymast hlutirnir sjálfir, leiðin milli
þeirra og orðsins verður að refilstigum, enda verður ekki til deskript-