Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 89
ROMAIN ROLLAND
79
Zweig aðhylltist alla ævi einstaklingshyggju þá, sem náði mest-
um blóma með Nietzsche og Max Stirner á nítjándu öld, og gerði
sér af henni einkahíbýli, sem hann skreytti með myndum af úrvals-
mönnum andans. Hann hugði, að heiminn vanhagaði rnest um ný
mikilmenni, fleiri lausnara -—- „Lýðveldi frjálsra anda“, samtaka-
hóp viturra afbragðsmanna fremur en samtök fjöldans.
í rauninni trúði hann því aldrei, að takast mundi að vinna bug
á fasismanum, að Bandamenn mundu verða Möndulveldunum yfir-
sterkari. Hann trúði því ekki, að mannúðar- og lýðræðisöfl heims-
ins væru nógu sterk og einbeitt til þess, að þau megnuðu að ráða
við hina nazistisku pest, né heldur, þó að þeim yrði sigurs auðið,
verða fær um að skapa betri heim, þar sem friður og réttlæti ríkti.
Mölur og ryð efasemda, sem kom fram í gervi sannleiksleitar, böl-
sýni slíkt sem Schopenhauers í gervi hugsjóna, og austrænt afskipta-
leysi, sem tók á sig svip af að látast vera „ofar baráttunni“ — þetta
varð Stefan Zweig að bana.
Þegar Frakkar sviku land sitt í hendur nazista, var Romain
Rolland orðinn sjötíu og fjögra ára gamall, þreyttur og farinn að
kröftum. Hann var kvalinn af langvinnum sjúkdómi, og honum
hrakaði óðum. Því leizt honum hyggilegast að leita sér hælis fyrir
Vichymönnum jafnt og nazistum í smábænum Vezelay í Yonne-fylki.
Höfundur Jean Christophs var ætíð ótrauður bjartsýnismaður.
Frá æsku hafði hann vanizt ósérhlífni, og vilji hans til athafna var
óbilandi, en það, sem vilji hans og athafnir einkum beindust að,
var viðreisn og framfarir. Þess vegna var hann ekki iðjulaus þau
fjögur ár, sem hann dvaldist í Vezelay. Þar samdi hann bók um
Charles Peguy, hið ágæta franska skáld, sem var einkavinur hans
í æsku. Þeir, sem þekkja skaplyndi Romain Rollands, geta ekki
efazt um, að bók þessi sé andmæli gegn villimennsku fasismans.
Romain Rolland var tamt að hugsa í líkingum, hann var einnig
yfirlætislaus maður. Hann var vanur að halda fram fordæmi góðra
manna, sér og öðrum til eftirbreytni. I bókinni Clerambault, sem
hann skrifaði á árum heimsstyrjaldarinnar fyrri, tekur hann dæmi
úr sögunni, sem líktist áþreifanlega reynslu hans sjálfs.
Á sextándu öld gerði frönsk alþýða tilraun til að brjótast undan
okinu og endurheimta frelsi sitt. Á meðan setið var um París í