Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 104
94
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
En sá hluti blágrýtismyndunarinnar, sem liggur undir surtar-
brandslögunum og þó ofan sjávar, er svo þykkur, að ætla mætti, að
neðstu lög hans væru miklu eldri en hin efstu. En illgerlegt er að
dæma um lengd myndunartíma jarðlaga eftir þykkt þeirra einni
saman, svo að við erum enn litlu nær um aldur elztu og neðstu berg-
laga, sem hér eru ofan sjávar. Af því, sem nú hefur verið sagt, má
aðeins fullyrða, að þau eru ekki mynduð síðar en á eósentímanum.
En í þetta má einnig nokkuð ráða af heimildum úr grannlöndunum.
Nauðalík blágrýtismyndun þeirri, sem hér er á Austfjörðum og
Vestfjörðum, er einnig í Færeyjum, Suðureyjum við Skotland, á
Norður-írlandi og Grænlandi. I öllum þessum löndum, nema Islandi
og Færeyjum, kemur undirstaða blágrýtismyndunarinnar fram ofan
sjávar. Og undirlagið er alls staðar hið sama: sjávarmyndanir með
steingervingum dýrategunda, sem lijðu i lok krítartímans. (Eins
og áður er sagt, var krítartíminn næstur á undan tertíertímanum).
I þessum löndum hljóta blágrýtisgosin því að hafa hafizt á mótum
krítartímans og tertiertímans. Á Vestur-Grænlandi virðast fyrsti;
gosin hafa orðið á sjávarbotni, en í hinum löndunum virðist krítar-
botn hafsins hafa lyfzt, áður en gosin hófust, og hraunflóðin breiðzt
út á þurrlendi. Einnig hér á landi og í Færeyjum er svo að sjá sem
öll hraunin hafi runnið á landi. Vegna líkingarinnar á öllum þess-
uin blágrýtisspildum í norðanverðu Atlantshafi og á ströndum þess
er harðla sennilegt, að gosin, sem hlóðu þær upp, hafi alls staðar
hafizt samtímis eða á sama jarðsögutímabili. Þetta er sannánlegt
alls staðar þar, sem undirstaðan sést, og þá liggur beint við að
ætla, að eins sé ástatt um hin löndin tvö: ísland og Færeyjar. Með
öðrum orðum: Elztu berglög hér á landi eru jrá öndverðum tertíer-
tímanum — frá eósentímabilinu — eftir því sem næst verður komizt;
Enginn vafi getur leikið á um það, að allar blágrýtisspildurnar við
norðanvert Atlantshaf voru miklu víðáttumeiri, meðan á upphleðslu
þeirra stóð, en sá hluti þeirra, sem nú er ofan sjávar. Eins og ég
hef áður gefið í skyn, hafa blágrýtishraunin, sem nú mynda hamra-
belti í fjallahlíðunum á Austfjörðum og Vestfjörðum, yfirleitt flætt
yfir marflatt land. Hvergi sér merki þess, að þau hafi runnið í sjó
fram, ofan strandhjalla eða um dalskorninga eins og þá, sem teygjast
að jafnaði langt inn í land frá sæbröttum ströndum. Það er alls