Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 69
PAR LAGERKVIST
59
Turnsins lög ég einnig geti brolið“. Þessa játningu gerir Hjalmar
Gullberg í eigin nafni.
Þó að Fílabeinsturninn lýsi reynslu, sem listamaður, skáld, hefði
getað öðlazt hvenœr sem er, er auðséð, að kvæðið er í nánu sam-
bandi við atburðina í heiminum. Það er talað um „hið illa í þess-
um heimi“. En hvenær hefur hið illa í þessum heimi leikið meir
lausum hala en hin síðustu ár? Á slíkum tímum hlýtur einangrunin
í fílabeinsturninum fremur en nokkru sinni annars að verða skáld-
inu byrði. Já, honum finnst það ef til vill vera að svíkja heilaga
skyldu að bera nú „grómlaust þel og þurra brá“. Hann vill eiga
sama hlutskipti og meðbræður hans. Hann vill komast í návígi við
þjáningar og dauða:
Einn daginn mun ég hittast utanhliðs
með hjartað sundurskotið.
Þetta ljóð Gullbergs er þáttur í ljóðaflokki, sem hann nefnir
Listin að deyja. En þó er ekki nauðsynlegt að skilja orð hans bók-
staflega. Myndin af hinu sundurskotna hjarta þarf ekki að þýða,
að skáldið hafi hugsað sér. örlög sín svipuð örlögum Kaj Munks og
Nordahl Griegs. Hún getur eins vel verið tákn almenns fórnarvilja,
tákn þess, að hann er reiðubúinn að afsala sér þeim forréttindum
fílabeinsturnsins, sem hingað til hafa verið honum heilög.
Án efa hafa mörg skáld á þessum árum fundið skýrar en áður
til þess sama og Hjalmar Gullberg. Þau hafa neyðzt til að íhuga
afstöðu sína. Og augliti til auglits við alla eymdina hafa þau ef til
vill með samvizkubiti sagt við sjálf sig: Hvernig hefur þetta mátt
ske? Við höfum ekki viljað það. Allt starf okkar og líf hefur falið í
sér andstöðu við þau öfl, sem hafa komið þessum djöfladansi af
stað. Við ættum að vera andlegir leiðtogar þjóða vorra. Hvers vegna
hefur þá starf okkar orðið svo einskisvert? Hvers vegna höfum við
orðið rödd hrópandans í eyðimörkinni? Erum við þá aðeins nokkr-
ir útvaldir, sem tölum mál, óskiljanlegt öllum öðrum og náum ekki
verulegum tökum á hinum brennandi vandamálum fjöldans?
Hvernig hafa sænsku skáldin á undanförnum árum staðið í stöðu
sinni sem andlegir leiðtogar þjóðarinnar? Maður úr þeirra eigin