Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Síða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Síða 69
PAR LAGERKVIST 59 Turnsins lög ég einnig geti brolið“. Þessa játningu gerir Hjalmar Gullberg í eigin nafni. Þó að Fílabeinsturninn lýsi reynslu, sem listamaður, skáld, hefði getað öðlazt hvenœr sem er, er auðséð, að kvæðið er í nánu sam- bandi við atburðina í heiminum. Það er talað um „hið illa í þess- um heimi“. En hvenær hefur hið illa í þessum heimi leikið meir lausum hala en hin síðustu ár? Á slíkum tímum hlýtur einangrunin í fílabeinsturninum fremur en nokkru sinni annars að verða skáld- inu byrði. Já, honum finnst það ef til vill vera að svíkja heilaga skyldu að bera nú „grómlaust þel og þurra brá“. Hann vill eiga sama hlutskipti og meðbræður hans. Hann vill komast í návígi við þjáningar og dauða: Einn daginn mun ég hittast utanhliðs með hjartað sundurskotið. Þetta ljóð Gullbergs er þáttur í ljóðaflokki, sem hann nefnir Listin að deyja. En þó er ekki nauðsynlegt að skilja orð hans bók- staflega. Myndin af hinu sundurskotna hjarta þarf ekki að þýða, að skáldið hafi hugsað sér. örlög sín svipuð örlögum Kaj Munks og Nordahl Griegs. Hún getur eins vel verið tákn almenns fórnarvilja, tákn þess, að hann er reiðubúinn að afsala sér þeim forréttindum fílabeinsturnsins, sem hingað til hafa verið honum heilög. Án efa hafa mörg skáld á þessum árum fundið skýrar en áður til þess sama og Hjalmar Gullberg. Þau hafa neyðzt til að íhuga afstöðu sína. Og augliti til auglits við alla eymdina hafa þau ef til vill með samvizkubiti sagt við sjálf sig: Hvernig hefur þetta mátt ske? Við höfum ekki viljað það. Allt starf okkar og líf hefur falið í sér andstöðu við þau öfl, sem hafa komið þessum djöfladansi af stað. Við ættum að vera andlegir leiðtogar þjóða vorra. Hvers vegna hefur þá starf okkar orðið svo einskisvert? Hvers vegna höfum við orðið rödd hrópandans í eyðimörkinni? Erum við þá aðeins nokkr- ir útvaldir, sem tölum mál, óskiljanlegt öllum öðrum og náum ekki verulegum tökum á hinum brennandi vandamálum fjöldans? Hvernig hafa sænsku skáldin á undanförnum árum staðið í stöðu sinni sem andlegir leiðtogar þjóðarinnar? Maður úr þeirra eigin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.