Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 46
36
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
orðið upphaf illverka. Maður aflar sér eingrar verðskuldunar með
því sem á kristilegu máli heitir „gott“ líferni; jafnvel vitríngurinn
sem ástundar frið og sáttfýsi aflar sér eingrar verðskuldunar, heldur
er brendur inni sem illgerðamaður, það má jafnvel til sanns vegar
færa að hann sé skálkur verksins, meðan Mörður gerist málsvari
réttlætisins, á sama hátt og Loki er til sendur í goðsögninni að
bjarga málum; og slík er siðblinda verksins, að áheyrandinn veit
ekki hverja hann á að ásaka meira — eða elska hærra: Flosa eða
Skarphéðinn, brennumenn eða þá sem voru inni brendir, Gunnar
sem lýstur konu sína og þjófkennir liana í viðurvist gesta eða hina
lángræknu Hallgerði, sem neitar þegar mest lá við að frelsa líf
hetjunnar. Maður finnur að vísu oft geð höfundar gagnvart per-
sónum sínum, til dæmis stendur honum stuggur af kvenmönnum,
einkum úngum — og sá beygur er persónulega litaðri en svo að nóg
sé að skýra hann með hinni arfgeingnu fyrirlitníngu Hávamála á
kvennaástum, eða því sérkennilega en ópersónulega kvenhatri, miso-
gynie, sem er eitt höfuðeinkenni á bókmentum miðalda. Og hon-
um er illa við ýmsa menn, svo nær liggur að halda að hann feli
einhverja samtíðarmenn sína undir sannfróðlegum nöfnum úr for-
tíð, — svo urn Þorkel hák og Mörð Valgarðsson, sem reyndar virð-
ast eftir sagnfræðilegum líkum annarsstaðar frá hafa verið mæt-
ir menn á sinni tíð; aðra dáir hann úr hófi. En siðferðilegt mat í
kristilegum skilníngi á persónum og atburðum, hvort honum er
betur eða ver til manna, kemur ekki fyrir í verki hans.
15
Þessar bókmentir eru ómetanleg gögn um íslenska menníngu á
þrettándu öld. Þau eru heimildir um heiðna lífsskoðun sem, þrátt
fyrir lögfestan yfirborðskristindóm, lifir enn sterku lífi á íslandi á
þeirri öld þegar vald páfans fullkomið, plenitudo potestatis, er hvergi
dregið í efa á Vesturlöndum, og hefur af öllum kristnum ríkjum
verið viðurkent að nái ekki aðeins til kenníngarinnar, heldur einnig
til lagasetníngar ríkjanna, framkvæmdastjórnar og fjármála. Þessar
bókmentir eru samdar á öld hinnar guðfræðilegu kerfunar og þess
kristilega óumburðarlyndis sem krafðist útþurkunar þeirra manna
og flokka úr tölu lifenda, sem, þó ekki væri nema í smámunum,