Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 121
ÉG HEF GLEYMT EINHVERJU NIÐRI
111
við vera komnir nokkuð langt burtu frá ástinni. Ég hóf því máls
gætilega og sagði: Ég hélt kannski, að þú hefðir þekkt eitthvað það
sem var í kistunni.
Heyrðu, sagði hann þá vinalega og klappaði mér á öxlina, það
var bróðir minn. Til hvers hélztu, að ég væri að syngja Allt eins
og blómstrið, eftir hann Hallgrím P?
Já, einmitt, sagði ég alvarlega og lét ekki bera á, að ég yrði fyrir
vonbrigðum. Hvert var verið að flytja líkið?
Hvert var verið að flytja líkið, það var verið að flytja það heim
til sín, skal ég segja þér, bróðir minn átti nefnilega heima í þorpi
úti á landi.
Bróðir minn, á ég að segja þér meira um hann?
Já, já, ég skal segja þér meira um hann bróður minn, mér lízt
heiðarlega á þig, mig langar til að segja þér meira um hann bróð-
ur minn.
Hann var þorpari. Ég skal segja þér, hann hafði helvítamikla
forretningu þarna úti á landi og ef fólk vissi, hvernig hann sveik
og prettaði og stal, þó bróðir minn sé, ef það þekkti hann eins og
ég, þá mundi það gubba.
Ég brosti sakleysislega.
Hann hélt áfram: Náttúrlega var fólkinu illa við hann og hataði
hann, þó að það léti ekki á því bera. Það kyssir á rassinn á þeim
sem Iætur það hafa eitthvað að gera. Ég er náttúrlega ræfill líka.
Ég ligg í göturennunum. Það er allt í lagi. Það eru hvort sem er
allir helvítis ræflar.
Það er nú gott, að hann lætur fólk hafa vinnu, sagði ég.
Jú, sagði hann, um að gera að láta menn hafa vinnu. Annars
verða hinir að fara að vinna.
Hann var nú orðinn syfjaður og hættur að klappa mér á öxlina.
Heyrðu, sagði hann og benti á dívangarm í horninu, þú getur
legið þarna í nótt, ég er vanur að hýsa vini mína. Þú getur komið
hingað, ef þú ert í vandræðum. Allt í lagi. Mínir vinir geta alltaf
komið hingað, — og nú grætur fólkið í þorpinu yfir bróður mín-
um, einn dag, og svo er hann gleymdur.
Ég sat andspænis honum og hafði aldrei augun af honum, og