Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 133
BÓKAFREGNIR
123
SKÁLDSÖGUR
John Hersey: A Bell for Adano ÍAlfred A. Knopf 1944). Saga um stjórn
AMGOT á sikileysku þorpi. Söguhetjan Joppalo majór, ítalskur að ætt, reynir
að koma þar á lýðræðisvenjum og sjá hag og velferð þorpsbúa borgið gegn
skriffinnsku og hroka yfirmanna sinna. Höfundurinn var blaðamaður með
Bandaríkjahernum á Sikiley. 270 bls. Verð kr. 25.00.
I. V. Morris: Liberty Street (IJarpers 1944). Saga flóttamanna frá Evrópu,
sem bíða þess í borg við Karabiskahafið, að þeim verði bleypt inn í Banda-
ríkin. Lýst er innri baráttu þeirra við fortíð sína og baráttu þeirra við konsúl
Bandaríkjanna, sem lítur á þá sem aðskotadýr og auðnuleysingja. Höfundur-
inn er fæddur í Ameríku, en hefur dvalið langdvölum í Evrópu. 280 bls. Verð
kr. 25.00.
Betty Smith: A Tree Grows in Brooklyn (Harpers 1943). Lýsing á æsku höf-
undar í fátækrahverfi í Brooklyn, útborg New York. Þetta er fyrsta skáldsaga
höfundar. Hún giftist ung, kom tveim börnum sínum til manns, hóf síðan
háskólanám og gerðist að því loknu rithöfundur. Sagan var metsölubók í
Bandaríkjunum 1943. 433 bls. Verð kr. 27.50.
Sholem Asch: The Apostle (Putnam 1943). Söguleg skáldsaga um ævi Páls
postula. Höfundurinn, sem er af Gyðingaættum, lýsir af mikilli sögulegri þekk-
ingu lífi postulans og sigurför kristindómsins um Rómaveldi á dögum hans.
Andi bókarinnar kemur vel fram í niðurlagsorðunum: „Sverðið sigraði um
stund, en andinn sigrar að eilífu." 804 bls. Verð kr. 30.00.
John dos Passos: Nurnber One (Haughton Mifflin 1943). Nýjasta skáldsaga
eins frægasta stílsnillings Bandaríkjanna. Lýsir hún þróun Bandaríkjamanns
úr sjálfglöðum kæruleysingja í ábyrgan þjóðfélagsborgara. Grunntónn bókar-
innar er virðing fyrir og trú á alþýðuna, hinn vinnandi fjölda, sem ber uppi
menningu hvers þjóðfélags. 304 bls. Verð kr. 25.00.
Antoine de Saint-Exupery: Airmans Odyssey (Reynal & Hitchcock 1942).
Þrjár bækur um flug í einu bindi. If'ind, Sand and Stars, um póstflug í Afríku
og Suður-Ameríku og Flight to Arras um hernaðarflug í Frakklandi vorið
1940 eru um eigin reynslu höfundar. Hin þriðja, Night Flight, er í skáldsögu-
formi. Höfundurinn, franskur flugmaður, hefur verið hylltur sem hinn fyrsti,
er lýsi á sígildan, listrænan hátt flugi og flugmönnum. 437 bls. Verð kr. 30.00.
Zojia Kossak: Blessed are the Meek (Roy 1944). Söguleg skáldsagá um
heilagan Frans frá Assisi og samtíma atburði, barnakrossferðina o. fl. Höfund-
urinn er pólsk skáldkona, sem flýði til Bandaríkjanna 1939. 375 bls. Verð
kr. 30.00.
BÆKUR UM LISTIR
Hendrik Willem Van Loon: The Arts (Simon and Schuster 1943). Saga
málaralistar, höggmyndalistar, byggingalistar og hljómlistar frá því er sögur
hófust til þessa dags, rituð fyrir almenning. Idinn margfróði Vestur-Hollend-