Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 24
14 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 1 Sá varð hlutur norrænna manna á miðöldum öndverðum að kanna leingri leiðir en áður höfðu verið farnar í heiminum og eign- ast þannig víðara sjónarsvið en aðrir menn höfðu á sama tíma. Á því tímabili, frá áttundu öld til loka hinnar tíundu, sem jafnan er kent við miðaldamyrkur, þegar barbarí ríkir um Vesturlönd, og Miðjarðarhafið er, einsog Pirenne hefur sannað, orðið aðeins „mú- hameðskt innhaf“, lokað fyrir siglíngum Vesturlandamanna, en hið veika sveitaríki Karlúnga, borgarlaust og án verslunar, hafði mynd- ast sem skjólveggur við framrás múhameðs sunnanfrá, án sambands við menníngarlindir og svift skilyrðum til að geta skapað æðri menníngu, þá stefndu norrænir ævintýramenn, sem aðeins með tak- mörkuðum rétti verða nefndir farmenn og kaupmenn, „að baki Evrópu“ um tvær leiðir til heimari Austurlanda eftir fljótum Rúss- lands. Þeir áttu samskipti við tiltölulega velmentar þjóðir og stór- bæi á ströndum Svartahafs, Kaspíhafs og Miðjarðarhafs, voru heimamenn í þeirri borg sem, að hinum ókunnu borgum Fjaraustur- landa frátöldum, var þá mest menníngarborg heims, höfuðborg austrómverska ríkisins, Býzantium eða Konstantínópel, en hana köll- uðu þeir Miklagarð. Fornleifafræðíngar rússneskir telja að altað tvö hundruð árum áður en norrænir menn stofnuðu ríki sín tvö í Rússlandi, Hólmgarð og Kænugarð, hafi Dnépr verið orðin þjóð- braut Væríngjans til Grikkjans og hafi fundist skandínaviskar höfðíngjagrafir frá 8. öld á Dnéprbökkum. Um ferðir norrænna manna lil Kalífaríkisins og annarra múhameðslanda eystri leiðina, um Volgu og Kaspíhaf, eru færri merki orðin í skáldskap vorum og sögu, en tíðir myntfundir og góðra gripa þaðan ættaðra vitna um samband við þessi lönd, hafa einkum í Svíþjóð fundist peníngar unnvörpum með kúfiskri áletrun alt frá lokum sjöundu aldar, hinn elsti myntaður í Damaskus 698; sumir eru frá Mesopotamíu, Persíu, Egyftalandi osfrv. Til eru fornar lýsíngar frá þessum tímum, ritaðar af arabiskum kaupmönnum, bæði um norræna „kaupmenn“ þar eystra, og eru heldur rosalegar lýsíngar, ennfremur hafa þeir lýst stöðum í Skandínavíu, því þess voru einnig dæmi að múhameðs- menn að austan legðu leið sína til Norðurlanda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.