Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 56

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 56
46 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR nokkur hefðbundin bardagaævintýri, en þegar hann kemur aftur er Mörður Valgarðsson sprottinn fram. Samkvæmt sagnfræðilegu tímatali getur Mörður þessi varla verið af barnsaldri þegar hann er giftur systur ísleifs biskups Gissurarsonar, sem er fæddur 1006. Hann er laungu orðinn höfðíngi, undirróðursmaður, ráðunautur manna og málfylgjumaður þegar Gunnar á Hlíðarenda fellur, sem getur ekki eftir sagnfræðilegum útreikníngi verið seinna en 990. Aldursmunur þeirra systkina, ísleifs biskups og konu Marðar Val- garðssonar, hlýtur að vera nær fimtíu árum. Það er því síst furða þó sérstök tegund fræðimanna hafi viljað leiðrétta Njálu hér sem víðar, og reynt að sanna að höfundur muni hafa ruglað saman Merði og föður hans Valgarði — þó leiðréttíngin beri reyndar þá hættu í sér að hundrað ára aldursmunur gæti orðið á börnum Giss- urar hvíta. Sömuleiðis fær Höskuldur Hvítanessgoði helsti nauman tíma til að vaxa upp, en stekkur fram alskapaður, eins og Mörður, meðan sagan bregður sér frá. Hann getur ekki með sköpuðum ráðum ver- ið meira en fermdur þegar Njáll leitar honum kvonfángs og fær honum goðorð, en til þess að teygja tímann eru innsettir einir níu aðskotakaflar, Lýtíngsþáttur og kristniþáttur samslúngnir, uns á- heyrandinn er búinn að gleyma hvað tímanum líður. Síðan heldur söguefnið áfram, Valgarður tekur að rægja Njálssonu við Mörð og undirbúa víg Höskuldar. Nútímaskáldi myndi takast flest sýnu ver en höfundi Njálssögu, en á þessa refilstigu mundi hann ekki rata, sá auli er varla fæddur á tuttugustu öld að honum sé ekki tímaskyn í blóð borið, en þetta skyn var hjá miðaldamönnum furðu sljótt. Á þrettándu öld studd- ust menn enn ekki alment við ártalsnotkun í daglegu lífi, en ef þeir vildu vanda sig miðuðu þeir tímann við ár liðin frá viðburðum sem þeim þóttu merkir. Fyrir bragðið eru tímaskekkjur af öllu tagi föst regla í miðaldabókmentum. Njáluhöfundur leynir tímavillum sín- um sjálfrátt eða ósjálfrátt með listbrögðum, svo maður tekur ekki eftir þeim nema við nokkuð nákvæman lestur eða samanburð við sagnfræðilega vitneskju.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.