Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Síða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Síða 29
MINNISGREINAR UM FORNSOGUR 19 hressast gerðist mentavakníngin fyrir leit kristinna spekínga til heið- inna fornhöfunda grískra og latneskra. Grískan afturámóti, sem verið hafði lífbrunnur rómverskrar mentunar til forna, týndist niður á Vesturlöndum þegar vesturrómverska ríkið leið undir lok, og fanst ekki fyr en þúsund órum síðar, í Endurfæðíngunni. Framlag Evrópuþjóða til bókmenta á þessum öldum eru villi- mannlegar kynjasagnir kristnar og aðrar „helgar greinir“ auk nokk- urra tilrauna til annálaritunar, fátæklegra og mjög slitróttra; enn- fremur dálítið af litúrgískum kveðskap á latínu. Hvað til hafi verið af skáldskap á vörum vesturevrópiskra þjóðflokka þau þúsund ár frá því þær byrja að sjást í dagglóru sögunnar og altframá daga hinnar fyrstu mentavakníngar í Ítalíu og á Frakklandi á 11. og 12. öld mun seint vitnast, því það sem þjóðflokkar þessir hafa hugsað og talað.allan þennan óratíma hefur aldrei séð dagsins Ijós í rituðu formi. Má segja að Vesturevrópa sé í hókmentalegum skilníngi hartnær mállaus fyrstu þúsund árin eftir að hún varð kristin. Skrift- in naut ekki meiri virðíngar en svo að jafnvel tignarfólki, kóngum og aðli, var ekki kent á bók á öndverðum miðöldum, og voru til feingnir klerkar að annast það sem skrifa þurfti við hirðirnar og í sambandi við ríkisreksturinn. Jafnvel sjálfur Karlamagnús lærði aldrei fyllilega á bók þó honum væri ljós nauðsyn skriftarinnar, og ævisöguhöfundur hans, Einhard, skýrir frá því er þessi jötunn mið- aldanna sat uppi á næturþeli ellihrumur og var að basla við að draga til stafs. Letur vita menn til að þekt sé á Norðurlöndum frá því á 3. öld eða fyr, og margir norrænir menn hafa kunnað leturristu. Egill Skallagrímsson kunni að lesa og skrifa —- rúnir. Latínu hafa eingir Skandínavar kunnað fyr en lönd þeirra voru kristnuð, en Væríngj- ar, sem byrjuðu að íleingjast í austurrómverska ríkinu seint á vík- íngaöld, keisaralegur lífvörður, hafa hlotið að læra grísku, og sumir flutt þá þekkíngu með sér til Norðurlanda alttil íslands. Haraldur harðráði Sigurðsson Noregskonúngur, sem dvelst í æsku lángdvölum í Býzantium innanvið miðja 11. öld, hlýtur til dæmis að hafa kunnað grísku. Margir höfundar, þarámeðal Gould, telja víst að norrænir menn hafi og kunnað arabisku snemma á öldum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.