Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Síða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Síða 34
24 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Það er tilviljun að þessi leið skyldi finnast, á sama hátt og fundur Ameríku, og þó ekki, því það gat aðeins hent norrænan heiðíngja á tíundu öld, en mundi hafa verið óhugsandi í samanlögðum kristindóminum. Að vísu réð Sonatorrek ekki aldahvörfum í neinum skilníngi fremur en fundur Vínlands; tilraunin var ekki endurtekin. Þessi ótrúlega leið, lokuð öllum heiminum, sem Egill hafði fundið, leið skáldsins til hjarta sín sjálfs, tapaðist heiminum aftur á sama hátt og Vínland. Ifún finst ekki á ný fyr en á fjórtándu öld, þegar Miðjarðarhafsríki eru komin til þroska, að hinn ítalski Frakki Petrarca, sem Burckhart kallar fyrsta mann nútímans, gerist kólumbus hennar fjögur hund- ruð árum eftir að Egill Skallagrímsson segir frá því hvernig hann fékk bölva hætur er goðjaðar hafði slitið við hann vinan. En um það bil sem Petrarca finnur þessa ótrúlegu leið, sem okkur finst nú á dögum álíka auðfarin og sjálfsögð einsog skreppa í flugvél til næsta lands, þá var líka risin önnur öld yfir heiminn: tímar fornmentastefnunnar, undanfari Endurfæðíngarinnar. 10 Bédier kallar 11. öldina höfuðöld franska, le grand cycle. Á þess- ari öld er franskt konúngsríki stofnað í Einglandi, Suðurítalía kemst undir frönsk áhrif, franskt ríki í Jerúsalem, frönsk kóngsætt í Portúgal, almennar réttarbætur lögleiddar, þjóðhagur eflist við upp- komu stórmarkaða, merkilegar múnkareglur nýar verða til, skóli og lærdómslist stendur með blóma og skáldskapur hefst á þjóðmál- inu. Á þessari öld stundar sá maður nám í Frakklandi árum sarnan, sem síðar verður frömuður íslenskra menta, Sæmundur fróði Sig- fússon, og fleiri menn íslenskir fara í spor hans; franskur lærifaðir er fenginn til Islands til þess meðal annars að kenna Islendíngum tónlist. Islendíngar eru í beinu sambandi við franska mentun á þeim öldum sem Frakkland er höfuðland menníngar í Evrópu. Leingi býr að fyrstu gerð. Á tólftu og þrettándu öld starfa Íslendíngar að því að þýða franskar bókmentir á norrænu, stundum að undirlagi Noregskonúngs. Bédier hefur sannað, svo það virðist ekki leingur vera deiluefni, að hin miklu frumverk franskra bókmenta, chansons de geste, hafi orðið til á pílagrímaleiðunum í Suðurfrakklandi, utanum sögustaði þá sem minníngar viðloddu um fornhetjur Karlamagnúsar í stríð- inu við infidels, þá kristlausu, og séu höfundar þeirra kristilegir trúðar, jongleurs, sem höfðu það tvöfalda hlutverk á hendi að skemta pílagrímum í áfángastað og uppbyggja þá.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.