Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 18

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 18
8 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR svona skuli liægt að gera. Og þó er ekki annað um að vera en það, að ágætir listamenn, sem við eigum, fá tækifæri til að helga sig viðfangsefni, sem þjóðin kann að meta og hefur skilning á fyrirfram. Listamennirnir voru til. Njála hafði um langan aldur beðið þess að tendra verk þeirra glóð sinni, eins og þúsundir annarra verkefna úr sögu og bókmenntum íslendinga bíða listamanna. En af þessu litla dæmi getur einföldum vitrast, hvers listin er megnug. Jafnvel við útgáfu á bók er allur munur, hvort lögð er á verkið dauð hönd eða lifandi. Það er hægt að gera tilraun til að drepa í svip áhuga þjóðarinnar á jafn einstöku listaverki sem Njálu. Það er leið Jónasar frá Hriflu, og vesalla fylgifiska hans, með hinni dauðu útgáfu menningarsjóðs á Njálu. Hins vegar er hægt að kveikja nýjan áhuga á verkinu, eins og hér er gert. En af þessu mætti verða Ijóst, hvers árangurs má vænta af starfi myndlistamanna, ef þeir fengju stórbrotnari við- fangsefni en bókaskreytingu og nægan tíma til að vinna að þeim. Það vantar hvorki á Islandi verkefni handa listamönnum, né góða listamenn til að leysa þau af hendi. En það vantar skilning þjóðfélagsins bæði á verkefn- unum og listamönnunum. Tími er til kominn að hugsa um fegrun Reykjavíkur- bæjar, útbúa fögur torg og reisa myndastyttur. Alltof h'tið er að því gert að prýða opinberar byggingar. IJafa þó heppnazt vel einstaka tilraunir, sem gerðar hafa verið, eins og skreyting Landsbankans, eftir Jón Stefánsson og Kjarval. Sjómannaskólann hefði t. d. átt að skreyta. IJátíðasal háskólans ætti að skreyta. Nú ætlar hið opinbera að fara að reisa tvær veglegar byggingar, Þjóðminjasafn og Náttúrugripasafn. Hvað er sjálfsagðara en láta hæfustu listamenn okkar, myndhöggvara og málara, skreyta þessar byggingar, sem eiga að varðveita dýr- mætustu gripi úr íslenzkri sögu og náttúru. Hér er um söfn að ræða, sem allir gestir, er til landsins koma, hljóta fyrst og fremst að skoða, og kynslóð eftir kynslóð íslendinga vitjar þangað til að kynnast þjóðlegum verðmætum. Er þá ekki alls um vert að gera þessar byggingar sem fegurstar að útliti um leið og sérstaklega er vandað til þeirra á annan hátt? Hér er einmitt samstarf húsa- meistara og listamanna æskilegt, og tækifæri fyrir hina nýju ríkisstjórn að taka upp aðra stefnu en verið hefur gagnvart listum og listamönnum. Þeir tímar mættu gjarnan líða undir lok, að ágætum listamönnum, eins og t. d. Ásmundi Sveinssyni, finnist þeir eins vel geta varið starfskröftum sínum til að steypa hús eins og myndir, vegna þess þeir sjá ekki, að verk þeirra séu nokkurs metin. Kr. E. A.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.