Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 47
MINNISGREINAR UM FORNSÓGUR 37 viku frá opinberum kennisetníngum. Þær eru samdar á öld þegar list og skáldskapur annar en hákristilegur er óhugsandi í Evrópu, á þeirri öld, þegar sú kennisetníng hefur verið opinberlega yfir- helguð af Bonifacio páfa VIII., að hverjum manni sé „nauðsynlegt vegna sáluhjálparinnar að trúa því að sérhver sál“ — og það tekur jafnt til heiðinna sem kristinna — „skuli vera páfanum undirgefin“. Hinsvegar gerist í fornbókmentum Íslendínga á 13. öld hliðstætt afturhvarf til fornaldarinnar einsog í hinum suðlæga heimi hjá upphafsmönnum fornmentastefnunnar, frumkvöðlum skólaspekinn- ar og kerfurum guðfræðinnar. Á sama tímabili og þó nokkru síðar en Snorri endurvekur fortíð Norðurlanda með Eddu og bindur hinn forna Noreg í sagnfræðilegan skáldskap sem átti eftir að reisa nýan Noreg fimm hundruð árum seinna, og aðrir höfundar íslenskir festa á bækur þær hetjusögur fornar sem áttu að bera íslensku þjóðina yfir djúp niðurlægingarinnar, þá upphefur Thomas Aqui- nas hinn barbariska kristindóm Vesturevrópu til virðulegrar menta- stefnu með grundvöllun skólastíkinnar, sem bygði fyrst og fremst á Aristótelesi. 16 Þó fornsögurnar hafi það markmið meðal annars að glæsa for- tíðina, segja þær mest um samtíma sinn, þrettándu öldina á íslandi. Þær sýna ekki aðeins hverjar hugmyndir þrettánda öldin gerir sér um hina heiðnu og hálfheiðnu fortíð fyrir þrjú hundruð árum eða meir, heldur hvernig öndvegismenn þessarar sömu aldar ímynda sér sannan manndóm: þessar myndir af hetjum, spekíngum og ástríðumönnum í stöðugri baráttu um líf sitt gefa í raun réttri sannari hugmynd um anda tímans, menn hans og menníngu en Sturlúnga sjálf. Fornsögurnar kunna aðeins fátt um níundu og tíundu öld, en eru hinn fullkomnasti spegill þeirrar aldar sem þær eru samdar á. Þar liggur sagnfræðilegt gildi þeirra. Því verður ekki neitað að höfundar þessara bóka eru meira eða minna klerklega mentaðir, en mentun var á þeirri öld sama og klerkleg mentun. Afturámóti gerir hið kristilega alveldi 13. aldar óhugsanlegt að rit sem eru í öllum höfuðgreinum jafn ókristileg
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.