Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Síða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Síða 55
MINNISGREINAR UM FORNSOGUR 45 Njál og sonu hans hinsvegar, sem eiga í rauninni ekki annað sam- merkt en heimspekina um ófrávíkjanleik örlaganna. Augljóst er að höfundur þarf að taka á allri sinni hugkvæmni til að geta steypt í eitt og skipað í stefnu við aðalás verksins jafnfjarlægum efnum og samsafn það af reikisögum, sem kerfað er utanum Hrapp, Lýt- íngsþátt, lagakaflann í miðjum brennumálaþætti, kristnisögu og söguna af Brjánsbardaga. Eingu að síður þjóna þessar „innskots- sagnir“ með sínum hætti tækni sögunnar, og eiga hliðstæður í sagnaskáldskap miðaldanna frá dögum Chretiens frá Troyes hundrað árum fyr: frásögninni er slitið þar sem forvitni áheyrandans er mest, og farið útí aðra sálma meðan þáttaskil eru undirbúin. Að- ferðin varð að lángvinnri hefð í svokölluðum romans bretons. Hún er sálfræðilega rétt að því leyti sem hún hefur tilætlaða verkan á áheyrandann: höfundurinn þarf að tefja, og innskotið blekkir tíma- skyn þess sem hlustar, en leingd er eitt hið sterkasta áhrifsbragð sögu. Þegar eftirvæntíng áheyrandans er fullvakin blasa altíeinu við honum önnur svið með nýrri fjölbreytni mannlífs, sefjun hans er enn aukin með nýum ginníngum. Það er athyglisvert að þegar höfundur Brennunjálssögu er að undirbúa hina örlögþrúngnustu atburði verksins þá liggur honum minst á, þá hefur hann tíma til alls, hann minnir á lækni sem skrafl- ar um heima og geima og kveikir sér í stórum vindli til að sefja umhverfi sitt á undan mikilli aðgerð, jafnvel skreppur uppá Akra- nes milli þess sem hann leggur sjúklínginn á skurðarborðið og fremur aðgerðina. En meðan höfundur tekur þessi laungu frávik, hafandi alt aðra hluti á hraðbergi en þá sem honum eru efstir í hug, hlúir hann að spenníngu áheyrandans með virkari meðulum en ef liann héldi áfram að klifa á efninu. Með aðskotasögum og „sagn- fræðilegum11 fróðleiksgreinum gerir hann lesandanum sjónhverf- íngar og skynvillu. Tímatal Njálu hefur valdið þeim undramönnum vanda, sem flokk- að hafa Njálu undir sagnfræði, en þá hefur höfundur vilt með þeim grikk að binda söguna að nokkru leyti við sagnfræðilega atburði og persónur. Gott dæmi þess hvernig innskot þjónar til að blekkja tímaskyn áheyrandans er brottferð Gunnars til útlanda, þar sem hann ratar í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.