Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 25
LÍTIL SAMANTEKT UM ÚTILEGUMENN 87 taka eftir því að trúin á að til hafi verið á íslandi útilegumenn og úti- legumannabygðir áður fyr þó nú séu afteknar er jafnalgeing hjá lærð- um sem leikum, vel greindir menn í hvaða þjóðfélagsstétt sem er halda því fram af sannfæríngu. Séu menn spurðir hvað þeir hafi fyrir sér í því að til hafi verið úti- legumenn á Islandi áður fyr, benda þeir á Fjallaeyvind sem nærtæk- asta sönnun, en þó einkum og sérílagi á Gretti hinn sterka Asmundar- son. I samtölum við almenníng hefur mér virst sem mönnum fyndist Grettir enn sterkari röksemd í málinu en nokkurntíma Fjallaeyvindur. Grettir liefur laungum verið íslendíngum dýrmætt tákn, eftilvill er hann meðal dýrmætustu hugmynda vorra. Að minsta kosti hef ég oft feingið staðfest í tali við ólíkustu menn að varla snertir taug í þeim þó fullyrt sé við þá að einginn viti neitt um Krist, um hann sé hvergi til sannfróðlegur stafur í nokkurri heimild sem sagnfræðíngur taki mark á. Aðeins sérstakir trúmenn, einkum úr ofsatrúarflokkum utan þjóðkirkjunnar, rísa örðugir við slíkum fróðleik, og á þó landið að heita kristið. En sé samskonar fullyrðíng höfð um Gretti við almenn- íng á íslandi, þá kynni nú að verða annar uppi. Ég held leitun sé á íslendíngi í sveit eða bæ sem ekki verði gripinn nokkrum snerl af trú- arofsa sé dregið í efa við hann að þessi frumgerð og fyrirmynd úti- legumanna sé sagnfræðileg persóna eða liafi verið til í raun og veru. Hjartað segir til sín, mönnum hleypur kapp í kinn ef helgisagan er dregin í vafa; og þar senr sagan fer í bága við raunþekkíngu manns býr hann sér til skynsamleg rök til að gera sér hana sennilega, einsog þegar Renan er að reyna að fóðra kraftaverk Krists með útskýríngum: aðeins verður skýríngin, þó skynsamleg sé, að jafnaði ótrúlegri en helgisagan. Dæmi; við vorum tveir ferðalángar í Bárðardal að virða fyrir okk- ur fossinn í Eyardalsá þar sem Grettir stakk sér niður svo sá í iljar honum, kafaði síðan undir fossinn, „en þar var hellir mikill undir foss- inurn og féll áin fram af berginu“. Grettir geingur í hellinn, og var þar eldur mikill á bröndum, segir sagan; þar sat jötunn ógurlega mikill, hann var hræðilegur að sjá, — og svo framvegis. Af lestri sögunnar er að skilja sem fossinn í Eyardalsá falli af slútandi bergi. I veruleik- anum er þessu öfugt farið, fossinn líður niður fláa, flúðmyndaður fremuren steypifoss, bergið geingur út undir fossinn þar sem eftir sög- unni ætti að vera skúti. Við áttum tal við vel gefinn bárðdælskan mann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.