Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 25
LÍTIL SAMANTEKT UM ÚTILEGUMENN
87
taka eftir því að trúin á að til hafi verið á íslandi útilegumenn og úti-
legumannabygðir áður fyr þó nú séu afteknar er jafnalgeing hjá lærð-
um sem leikum, vel greindir menn í hvaða þjóðfélagsstétt sem er halda
því fram af sannfæríngu.
Séu menn spurðir hvað þeir hafi fyrir sér í því að til hafi verið úti-
legumenn á Islandi áður fyr, benda þeir á Fjallaeyvind sem nærtæk-
asta sönnun, en þó einkum og sérílagi á Gretti hinn sterka Asmundar-
son. I samtölum við almenníng hefur mér virst sem mönnum fyndist
Grettir enn sterkari röksemd í málinu en nokkurntíma Fjallaeyvindur.
Grettir liefur laungum verið íslendíngum dýrmætt tákn, eftilvill er
hann meðal dýrmætustu hugmynda vorra. Að minsta kosti hef ég oft
feingið staðfest í tali við ólíkustu menn að varla snertir taug í þeim
þó fullyrt sé við þá að einginn viti neitt um Krist, um hann sé hvergi
til sannfróðlegur stafur í nokkurri heimild sem sagnfræðíngur taki
mark á. Aðeins sérstakir trúmenn, einkum úr ofsatrúarflokkum utan
þjóðkirkjunnar, rísa örðugir við slíkum fróðleik, og á þó landið að
heita kristið. En sé samskonar fullyrðíng höfð um Gretti við almenn-
íng á íslandi, þá kynni nú að verða annar uppi. Ég held leitun sé á
íslendíngi í sveit eða bæ sem ekki verði gripinn nokkrum snerl af trú-
arofsa sé dregið í efa við hann að þessi frumgerð og fyrirmynd úti-
legumanna sé sagnfræðileg persóna eða liafi verið til í raun og veru.
Hjartað segir til sín, mönnum hleypur kapp í kinn ef helgisagan er
dregin í vafa; og þar senr sagan fer í bága við raunþekkíngu manns býr
hann sér til skynsamleg rök til að gera sér hana sennilega, einsog þegar
Renan er að reyna að fóðra kraftaverk Krists með útskýríngum: aðeins
verður skýríngin, þó skynsamleg sé, að jafnaði ótrúlegri en helgisagan.
Dæmi; við vorum tveir ferðalángar í Bárðardal að virða fyrir okk-
ur fossinn í Eyardalsá þar sem Grettir stakk sér niður svo sá í iljar
honum, kafaði síðan undir fossinn, „en þar var hellir mikill undir foss-
inurn og féll áin fram af berginu“. Grettir geingur í hellinn, og var
þar eldur mikill á bröndum, segir sagan; þar sat jötunn ógurlega mikill,
hann var hræðilegur að sjá, — og svo framvegis. Af lestri sögunnar
er að skilja sem fossinn í Eyardalsá falli af slútandi bergi. I veruleik-
anum er þessu öfugt farið, fossinn líður niður fláa, flúðmyndaður
fremuren steypifoss, bergið geingur út undir fossinn þar sem eftir sög-
unni ætti að vera skúti. Við áttum tal við vel gefinn bárðdælskan mann