Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Síða 33
LÍTIL SAMANTEKT UM ÚTILEGUMENN
95
er þessum þrem flokkum það sameiginlegt að vera allir drepnir af ein-
um manni, Torfa bónda Valbrandssyni, sem virðist hafa verið jafnlag-
inn að ráða niðurlögum reyfara hvortheldur þeir bygðu hólm eða helli
og hvortheldur þeir voru átján eða tíu sinnum átján. Óvíst er hvort
saga hellismanna hefur nokkurntíma festst í rituðu máli fyren á nítj-
ándu öld að Gísli Konráðsson gerir tilraun sína (nafnlaust), og nokkru
síðar er skráð hellismannasaga íslenskra þjóðsagna, afturámóti léði
lánið hólmverjum líf í sögu á fjórtándu öld.
Hvers á Geirshólmi að njóta en Surtshellir að gjalda, að útilegu-
menn hins fyrnefnda skuli hafa komist á bók furðu snemma, en hell-
irinn Surtur aldrei feingið sína sögu skráða, hvorki sanna né logna,
svo menn viti, og útilegumenn hans fyrir bragðið lent á hrakhólum.
Lítum í sjónhendíngu á Geirshólma. Þetta er grasi vaxinn klettur í
Hvalfirði innanverðum, nærri 115 metrum á annan veg og rösklega
30 á hinn, metinn tveggja lamba gánga að fornu að mig minnir.
Þegar Harðar saga og hólmverja, sem getur ekki verið eldri en frá
fjórtándu öld, segir frá því að þarna hafi útilegumenn, „áttatigir manna
annars hundraðs“, hafst leingi við með mikinn skipakost og sífeldar
siglíngar í þéttbygðu héraði miðju, og haft þar skála mikinn af viði
fluttan ofanfrá Botni, virðist í fljótu bragði einhlítt að afgreiða þá frá-
sögn með svipuðum hætti og önnur atriði þessarar fátæklegu lygisögu,
sem þó illa sé samin, hefur í sér fólgin athyglisverð yrkisefni. En sé
augum rent til sögu héraðsins á þeim tíina, Sturlúngaöld-, sem gefið
hefur fornsögum vorum afl og efni, Harðarsögu ekki síður en hinum
betri sögum, verður ljóst að það er aðeins í einu sem Harðarsögu skjátl-
ast að marki þegar hún gerir ráð fyrir því að flokkur vígamanna geti
hafa hafst við í hólmanum. Það liggur sem sé í augum uppi að lið
ófriðarmanna getur ekki setið slíkan hóhna í miðri sveit, nema setu-
menn ráði öllu héraðinu. Nú vill svo til að vitað er með sannindum
að slíkt hefur einusinni gerst, þó þeirrar hersetu sé sjaldnar getið en
lygisögunnar um „hólmverja“, og „fornfræðíngar“ nítjándu aldar hafi
meir kostað kapps að sanna hið ótrúlega um hólmann en rannsaka hið
sannlega, alt í samræmi við þá sjónskekkju þessara fræðimanna að
þykjast vera að lesa sagnfræði níundu og tíundu aldar útúr skáldskap
þrettándu og fjórtándu aldar. En árið 1237 lætur Sturla Sighvatsson
ræna öllu sem hann kemst höndum undir um Borgarfjörð, og flytur