Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Síða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Síða 33
LÍTIL SAMANTEKT UM ÚTILEGUMENN 95 er þessum þrem flokkum það sameiginlegt að vera allir drepnir af ein- um manni, Torfa bónda Valbrandssyni, sem virðist hafa verið jafnlag- inn að ráða niðurlögum reyfara hvortheldur þeir bygðu hólm eða helli og hvortheldur þeir voru átján eða tíu sinnum átján. Óvíst er hvort saga hellismanna hefur nokkurntíma festst í rituðu máli fyren á nítj- ándu öld að Gísli Konráðsson gerir tilraun sína (nafnlaust), og nokkru síðar er skráð hellismannasaga íslenskra þjóðsagna, afturámóti léði lánið hólmverjum líf í sögu á fjórtándu öld. Hvers á Geirshólmi að njóta en Surtshellir að gjalda, að útilegu- menn hins fyrnefnda skuli hafa komist á bók furðu snemma, en hell- irinn Surtur aldrei feingið sína sögu skráða, hvorki sanna né logna, svo menn viti, og útilegumenn hans fyrir bragðið lent á hrakhólum. Lítum í sjónhendíngu á Geirshólma. Þetta er grasi vaxinn klettur í Hvalfirði innanverðum, nærri 115 metrum á annan veg og rösklega 30 á hinn, metinn tveggja lamba gánga að fornu að mig minnir. Þegar Harðar saga og hólmverja, sem getur ekki verið eldri en frá fjórtándu öld, segir frá því að þarna hafi útilegumenn, „áttatigir manna annars hundraðs“, hafst leingi við með mikinn skipakost og sífeldar siglíngar í þéttbygðu héraði miðju, og haft þar skála mikinn af viði fluttan ofanfrá Botni, virðist í fljótu bragði einhlítt að afgreiða þá frá- sögn með svipuðum hætti og önnur atriði þessarar fátæklegu lygisögu, sem þó illa sé samin, hefur í sér fólgin athyglisverð yrkisefni. En sé augum rent til sögu héraðsins á þeim tíina, Sturlúngaöld-, sem gefið hefur fornsögum vorum afl og efni, Harðarsögu ekki síður en hinum betri sögum, verður ljóst að það er aðeins í einu sem Harðarsögu skjátl- ast að marki þegar hún gerir ráð fyrir því að flokkur vígamanna geti hafa hafst við í hólmanum. Það liggur sem sé í augum uppi að lið ófriðarmanna getur ekki setið slíkan hóhna í miðri sveit, nema setu- menn ráði öllu héraðinu. Nú vill svo til að vitað er með sannindum að slíkt hefur einusinni gerst, þó þeirrar hersetu sé sjaldnar getið en lygisögunnar um „hólmverja“, og „fornfræðíngar“ nítjándu aldar hafi meir kostað kapps að sanna hið ótrúlega um hólmann en rannsaka hið sannlega, alt í samræmi við þá sjónskekkju þessara fræðimanna að þykjast vera að lesa sagnfræði níundu og tíundu aldar útúr skáldskap þrettándu og fjórtándu aldar. En árið 1237 lætur Sturla Sighvatsson ræna öllu sem hann kemst höndum undir um Borgarfjörð, og flytur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.