Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 29
LÍTIL SAMANTEKT UM ÚTILEGUMENN 91 urðarson að náfrændum útileguþjófs og illvirkja; hvorki samtíðin sjálf né næstu kynslóðir á eftir hefðu þolað slíka lygasögu fremur en til dæmis öld vor mundi þola að helstu menn landsins að viðbættum Há- koni noregskonúngi væru í skáldsögu ættfærðir og bendlaðir við ótínd- an glæpamann, enda ekki hugsanlegt að fundist hefði þá fremur en nú tilhneigíng að setja saman svo ósæmilega sögu eða halda henni á loft. í þessu sambandi get ég ekki stilt mig um að vekja athygli á þeirri einkennilegu staðreynd að fræðimenn íslenskir virðast rannsóknarlítið leggja trúnað á ættartölur fornbókmenta vorra, og þá ekki síst Land- námu, og hirða hvergi um jafnalmennar niðurstöður vísindalegrar ætt- fræði og þá að miðaldaættartölur eru yfirleitt aldrei „réttar“, og síst þær sem samdar eru af ráðnum hug einsog t. d. landnámuættartölur; ættartölur á miðöldum eru ekki samdar í þeim tilgángi að „rekja ættir“, heldur til að sanna einhvern góðan málstað, og þá fremst af öllu eigna- rétt, valdarétt eða ágæti sérstakra manna og fjölskyldna, þær eru ekki fremur en önnur miðalda„vísindi“ háðar hlutlægri veruleikaskoðun, lieldur þjóna „hinum góða málstað“, og þannig er aukið í þær eða felt úr eftir þörfum hans nokkurnveginn samkvæmt þeirri skoðun að alt sem styður góðan málstað sé rétt. Styrmir dregur ekki heldur dul á til- gáng Landnámu: hún á að afsanna fyrir „útlendum mönnum“ (norð- mönnum) að „vér séum komnir af þrælum eða ilhnennum.“ Auðvitað bregður Grettis saga ekki þeim vana fornsögunnar að rekja hetjuna til als þess stórmennis sem á næst og líkur eru til að áheyrandinn trúi. I Grettis sögu er stundum vitnað til eldri heimilda um Gretti, þará- meðal í einhver dularfull skilríki sem í sögunni eru talin orð Grettis sjálfs. Hvort orð þessi eru úr einhverju tröllakvæði sem lagt hefur ver- ið í munn Gretti eða úr einhverri alkunnri þjóðsögu þess tíma verður ekki sagt með vissu, en jafnan vitna þessi ’orð Grettis sjálfs1 til ein- hverra viðskifta hans við yfirnáttúrlegar verur eða forynjur: „svo hef- ur Grettir sagt að fyrir dalnum hafi ráðið blendíngur, þurs einn“; „þetta er sögn Grettis, að tröllkonan steyptist í gljúfrin“; „Glámur hvesti augun uppímóti, og svo hefur Grettir sagt sjálfur að þá eina sýn hafi hann séð svo að honum brygði við“. Hvort hér sé vitnað í munnmæli eða bók verður ekki séð heldur, enda vel hugsanlegt að þetta sé aðeins frásagnarbrella höfundar til að telja áheyrandanum trú um að hér hafi sosum ekkert skolast til af að fara milli margra; afturámóti vitnar sag-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.