Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 90
152 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Já, það er margt skrítið, sem kemur úr kýrhausnum, ekki sízt þegar liann hefur lært að hugsa hnattrænt vestur í Washington. En í raun réttri sagði ráðherrann furðu rétt um inntak og tilgang Atlanzhafssátt- málans, þótt hugsun og framsetning væri dálítið lotleg. Atlanzhafssátt- málinn er viðleitni til að gera að engu þann þátt mannkynssögunnar, er hófst fyrir rúmum 30 árum austur á Rússlandi. Atlanzhafssáttmálinn er samsæri gegn sósíalismanum bæði sem veruleika og hugsjón. Honum er ætlað að stöðva hina framstígu þróun 20. aldar, breyta upphafinu að lokasigri-hins vinnandi manns í ósigur hans. Ekki verður því neitað, að í mikið er ráðizt, enda mikið í húfi. Það er ekki heldur laust við, að samsærismönnum þyki málstaður sinn ósigurvænlegur, enda svín- fylkja þeir öllu, sem vopni getur valdið, hálfdauðum fasistum og sósíal- demókrötum, kaþólskum klerkum og rænulitlum borgurum. Ollum er boðið út til að deyja hetjudauða í stríði gegn sjálfri framsókn lífsins. Þetta herútboð Bandaríkjanna er vonlaust verk og óðs manns æði. Þriðja heimsstyrjöldin verður ekki, áður en lýkur, sú kostamikla gróðalind bandaríska auðvaldinu sem tvær hinar fyrri heimsstyrjaldir. Hún verður banabiti þess. Hún getur aðeins tafið það, sem koma skal, aukið harma mannkynsins og þjáningar meir en flesta fær órað fyrir, fen hún getur ekki gefið höfundum sínum sigur. Þess vegna mun Atlanz- hafsbandalagið fara miklar hrakfarir. Viðburðirnir varpa stundum skuggum sínum á undan sér. Það er táknrænt, að einn af helztu fröm- uðum Atlanzhafsbandalagsins, Forrestal fyrrverandi hermálaráðherra Bandaríkjanna er nú orðinn sturlaður og hleypur um á náttklæðum suður á Flórída og hrópar: „Rússarnir eru að koma, Rússar eru að koma!“ Þetta hafði hann áður hrópað dag hvern í eyru forseta Banda- ríkjanna og fjárveitinganefndar Bandaríkjaþings, og allur lýður dáð- ist að þessum framsýna stjórnmálamanni og þakkaði honum fyrir At- lanzhafsbandalagið. En nú var hann búinn að missa embættið, og þó hélt hann áfram að hrópa, að Rússarnir væru að koma, og þá sáu Bandaríkjamenn, að hann var búinn að missa vitið líka, en það mátti bara ekki spyrjast, vegna þess að það gat valdið taugaveiklun í Atlanz- hafsbandalaginu. Engu skal spáð um örlög íslenzku ráðherranna við næstu stjórnarskipti, en einhverntíma hefði krankleiki Forrestals þótt illur fyrirboði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.