Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 111
SVAR VIÐ RITDÓMI 173 hjáleigu; hlýtur þa'ð að hafa verið fyrir reikning Bryde. Trúi því hver sem trúa vill, að Bryde hafi lánað keppinaut hús sitt til að verzla í. J. S. fékk verzlunar- leyfi 1864, en svo hefur alltaf verið talið, að hann hafi aldrei sett á stofn verzlun, mun hafa brostið fjármagn til þess. Hann var alltaf talinn fátækur. J. G. Ól. er hróðugur yfir því, að hafa bjargað fyrir verzlunarsöguna nýjum kaupmanni, er hafi tekið á leigu Tangaverzlun — og sama líklega um J. S. — Þessu var sleppt í Eyjasögu, því hér vissu allir, að Bryde, er ekki mátti eiga samtímis 2 verzlanir hér, eins og lög voru þá orðin, lét seinna verzlunarstjóra sinn, Gísla Engilbertsson, telja sig fyrir verzluninni um nokkur ár. Engri breytingu olli þetta samt, og var Bryde eftir sem áður kallaður kaupmaðurinn, en Gísli verzlunarstjórinn, eins og hann hafði verið. Síðar tók sonur Bryde formlega við. Hlut Gísla kaupm. Stefáns- sonar, þess mæta manns, vildi ég vissulega eigi gjöra minni. Vísa til Eyjas. um þetta. Þessi litla verzlun, er féll niður, er eigandi hennar dó 1904, var alltof lítil til þess að hennar gætti nokkuð í samkeppninni við hina öflugu selstöðuverzlun. Sig- fús Arnason alþm. mun hafa verið forstjóri pöntunarfélagsins 1893. Selstöðuverzlun Bryde hlaut auðvitað að verða með og styðja viðskiptamenn sína við vélbátaútveginn, annar eins skriður og kominn var á þessi mál, sbr. það er Eyjasagan segir um hlutverk kaupmanna um lánveitingar til báta og húsa. En alkunna er, að Gísli Johnsen átti langvirkastan þátt í aukningu vélbátaútgerðar- innar. Þessi mál, sem eru allyfirgripsmikil, munu verða skýrð nánar á öðrum vettvangi. Amazt er við því að skrifað er teinæringur fyrir tenæring og að nokkrar til- vitnanir eru færðar innan gæsalappa. Prentvillur eru eigi margar. Misprentazt hefur á einum stað Ofanleyti fyrir Ofanleiti, á einum stað og Eyði fyrir Eiði. Utha fyrir Utah og örfáar aðrar prent- villur. Brekkuhús hefur alltaf heitið svo. Flaktir, flökin eða börðin á Helgafelli er rétt. Nafnaskrána samdi höf. Eyjasögu eigi sjálfur. Þar hefur því miður slæðzt inn villa. Prentvillur geta verið ásæknar og það hefur J. G. Ól. sjálfur fengið að reyna. I umgetinni ritsmíð hans um Eyjasögu eru eigi færri en 8 prentvillur eða aðrar villur, sumra þeirra getið hér að framan. Ritdómar hafa verið birtir um Eyjasöguna í nokkrum blöðum og tímaritum eftir sögufróða menn og rithöfunda, er hafa farið mjög lofsamlegum orðum um bókina. Rétt tel ég að geta hér skriflegra umsagna lærðra sagnfræðinga, fyrrv. og núver. prófessors í sagnfræði við Háskóla íslands, er kynnt höfðu sér handrit Eyjasögunnar áður en hún var prentuð. Annar þessara manna, fyrrv. prófessor við Háskóla íslands, kemst svo að orði: „Vestmannaeyjar hafa að mörgu leyti átt við önnur kjör að búa en aðrir lands- hlutar, bæði um bjargræðisvegi, verzlunarháttu og ýmsar útreiðslur o. s. frv., en um það hefur landsmönnum, jafnvel fræðimönnum verið lítt kunnugt fram á þennan dag. Höfundur Eyjasögu er fyrsti fræðimaðurinn, sem fjallað hefur ræki- lega um þetta efni, og bætir rit hans því úr brýnustu þörf.“ Umsögn hins síðarnefnda prófessors hnígur í svipaða átt. Hann segir m. a. að langmestur hlutinn í þessu riti, er hann telur geysifróðlegt, hafi verið honum með öllu ókunnugt áður. Niðurlag umsagnar hans: „Alit mitt á ritverki þessu eftir skjótan yfirlestur hlýtur því að byggjast á lauslegu mati á efnisdráttum höf„ rök- semdum hans og meðferð allri, en þó með nokkurri hliðsjón af því hvemig hann fer með efni, sem ég hef átt kost á að kynna mér nokkuð sjálfur. Ætla ég þá, að ritið beri ljósan vott um mikla eljusemi og þekkingu á efninu og ríkan fræðimann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.