Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 119
UMSAGNIR UM BÆKUR 181 En drengurinn hafði erft mikiff af tápi ömmu sinnar, sem ekki lét sér fyrir brjósti brenna að lumbra ein meff vatns- berastöng á fimm náungum sem mis- þyrmdu bónda einum, og var „bara skemmt“ þegar karlinn hennar var orðinn svo nízkur að hann tímdi ekki aff gefa henni aff éta, en seldi kjóla hennar og loðfeld og lánaði peningana gegn ok- urvöxtum. Gorkí fór þá aff vinna sér og ömmu sinni inn peninga með því aff safna tuskum og stórgripabeinum og selja. Félagsskapur hans og nokkurra drengja, álíka snauffra, svo og samveran meff ömmu hans, voru einu sólargeislar drengsins í þessu ömurlega lífi rúss- neskrar alþýffu á æskudögum hans. Þaff er ekki ætlun mín að segja frá innihaldi þessarar bókar, þaff er alltof safamikið, marglitt og furffulegt til þess aff þaff sé hægt meff nokkrum orðum. Ég vil aðeins vekja eftirtekt fólks á henni, og ekki eru bindin sem á eftir koma síð- ur fróffleg. Martin Andersen Nexö: Endurminning- ar I. (TötriS litla). Björn Franzson ís- lenzkaði. Ditta mannsbarn 1. Þýðandi Einar Bragi Sigurffsson. Danski rithöfundurinn Martin Ander- sen Nexö er síffan Gorkí leið mestur höfunda verkalýðsstéttarinnar í Evrópu. Bækur hans hafa veriff þýddar á flest ev- rópsk mál, kínversku, japönsku og es- peranto. í Ameríku og Rússlandi hafa þær verið gefnar út í risaupplögum. Hann á þannig milljónir þakklátra les- enda meffal verkalýffs heimsins og hefur auk þess unniff sér fastan sess í heims- bókmenntunum með hinum mannúðar- fullu skáldsögum sínum. Nexö er orðinn gamall maður, hann verður áttræður á þessu ári, en hann er enn í fullu andlegu fjöri. Hann hefur ferðazt mikið og reynt margt. Á her- námsárum Danmerkur var honum varpaff í fangelsi, en tókst aff flýja til Svíþjóðar og hélt þar ótrauffur áfram ritstörfum sínum. Áriff 1945 kom hann heim aftur og var þá ákaft hylltur af samlöndum sínum, sem hann hafffi þó áffur orffiff aff þola sitt af hverju af. Til dæmis var hon- um varla vært í Danmörk eftir fyrri heimsstyrjöldina, af stjórnmálalegum á- stæðum, og dvaldizt þá nokkur ár í Þýzkalandi, og árið 1939 lét skólastýra hússtjórnarskóla í Sorö brenna bækur hans opinberlega. Líkt og Gorkí er Nexö alinn upp viff mikla fátækt, og hjá honum er þaff einnig þráin eftir mannsæmandi lífi sem gerir hann að málsvara verkalýðs- ins og allra undirokaðra. I blaffagrein „Fattigper og kirke“ keinst hann svo að orði: „Bak við baráttuna liggur vakn- andi viðurkenning á háleitu takmarki mannsins, vitund um helgi einstaklings- ins — líka þar sem hann er klæddur lörfum og liulinn óhreinindum. Þess vegna elskar almúginn Krist; orff hans hefur um aldir lifaff í brjósti undirok- affra eins og hvísl um mannréttindi...“ Og líkt og hinn mikli rússneski starfs- bróðir hans er Nexö trúr alþýðunni, þótt hann komist sjálfur upp úr foraði því sem hann lifði í meff henni í öndverffu. Hann var líka alla tíff minnugur orða þýzka glerskerans sem fyrstur sagði hon- um frá sósíalisma: „Wenn du einmal Dichter wirst, dann vergesse nicht das Proletariat.“ (Þegar þú verffur orðinn skáld, gleymdu þá ekki öreigunum). í þessum hluta endurminninga sinna segir höfundur frá bemsku sinni í Kaup- mannahöfn og þangaff til hann flyzt meff foreldrum sínum til Borgundarhólms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.