Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 39
LÍTIL SAMANTEKT UM ÚTILEGUMENN 101 í einkar nákvæmri lýsíngu Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálsson- ar á Surlshelli gerðri fyrir tæpum tvö hundruð árum furða ég mig mest á því er þessir ágætu skoðarar taka svo til orða þar sem þeir eru að tala um hleðslurnar: „eingan vott eldstæðis sáum við þarna.“ Eg get ekki gert mér ljóst hvernig á því stendur að þeir taka ekki eftir eldstónum tveim, „kamínunum“, hvorri í sínum enda sporbaugshleðsl- unnar; eru báðar í veggjarhæð og lagðar hellur yfir hafið milli hlóðar- steina. Hitt virðist ljóst að „kamínur“ þessar séu ekki ætlaðar til mats- eldar, a. m. k. ekki í kötlum né pottum. Ég er ekki nógu vel að mér til að vita hvort nokkurntíma hefur verið steikt við opinn eld á íslandi, en slíkt mundi vitaskuld mega í þessum „kamínum“. Tveir hópar manna hafa getað setið hér og ornað sér í senn, hvorir fyrir framan sinn viðareld. Súgurinn í hellinum vinnur verk reykháfs svo varla mundi reykur koma hér að meiri sök en af eldi sem kveiktur væri á víðavángi. Þó væri lítil rannsókn að kveikja upp í „kamínunum“ til að sjá hvernig eldur hefðist hér við og hvernig reykur hagaði sér, en hefur ekki verið gert svo ég viti; mér meira en datt í hug að kveikja þarna eld í þeim feiknum pappírsblaða með bundnu og óbundnu máli sem gestir hafa skilið eftir víðsvegar í hellinum til að gera nöfn sín ódauð- leg, en nenti ekki þegar til kom að fara að grufla í því, svo rannsókn- in bíöur verksígjarnara manns sejn meira vill á sig leggja fyrir vís- indin. Ef draga má nokkrar ályklanir af eldstæðum þessum, sem vonandi eru eldri en frá því fyrir 200 árum að Eggert og Bjarni voru hér og sáu eingin, þá mundi ég halda að þau bentu til eldri menníngar en þeirrar sem hér ríkti um lángt skeið í landi, að minsta kosti er altönn- ur gerð á eldstæðum þessum en hlóðum; við fyrstu sýn mundi ég hafa sagt norskur „peis“, þó ég sé reyndar ófróður um hitt hve gömul sú tegund eldstæðis er sem nú er nefnd svo í Skandínavíu. Ennfremur benda eldstæðin til þess að þegar þau voru bygð hafi verið auðveldara að afla eldsneytis kríngum Surtshelli en nú á dögum þegar einginn elds- matur er sjáanlegur á breiðu svæði umhverfis, nema grámosi. Það hlýtur einnig að vekja undrun að bein skuli sjást óbrent í nánd þessara þurftarfreku eldstæða í svo eldsneytissnauðu umhverfi. „Kamínurnar“ eru fallega gerðar, sporbaugshleðslan öll hin þokka- legasta og ber í senn vott um natni og smekkvísi. Sumstaðar hafa verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.