Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 61
LÍTIL SAMANTEKT UM ÚTILEGUMENN 123 ur hafi getað lifað á landsins gæðum á heiðum og fjöllum þessara fjöl- mennu sýslna sumarpart eða jafnvel tvo. Þó má mikið vera ef þau hafa feingið næði til að liggja sem nautaþjófar eða sauða öllu leingur en sem svarar nútíma sumarleyfi jafnnærri alfaraleið og í „Heinglafjöll- um“ áður en Kjalnesíngar og Arnesíngar tækju til sinna ráða, enda virðist fljótlega hafa rekið að því í bæði skiftin. Um hjú þessi virðist eingin endurminníng hafa geymst hvorki í þjóðsögu né örnefni, þau virðast í aungvu hafa verið frábrugðin þeim tötralýð og lausíngja sem krökt var af í landinu, og aldrei nafngreint nema ef það komst undir mannahendur og var húðstrýkt eða höggvið. Rómantík hefur eingin skapast um þau Eyvind fyrsta og konur hans, enda er það í eðli sínu órómantískt að liggj a úti í Kjalarnesþíngi og á Mosfellsheiði og jafnvel í Heinglinum. Loftur bóndi Sigurðsson vestanaf Ströndum „legst út“ árið 1681 með tveim konum sínum, annarri óléttri, og fjórum börnum, en því miður mun sú útilega hafa verið helsti snubbótt. Hann ætlaði búferlum til Surtshellis, sem sýnir að kunnað hafa menn sögur um hellismenn fyrir vestan í hans tíð; á leið sinni að vestan gerir hann myndarlega tilraun að stela sauðfé í Hrútafirði. Þetta var um haust. Bóndinn var tekinn á Tvídægru þar sem hann var að reka hundrað fjár suður heiðar áleiðis til Surts. Það var í fyrstu snjóum og hrútfirðíngar röktu spor hans. „Hafði hann einusinni eður tvisvar eld brúkað á veginum, að sjóða því (hyski sínu) til matar. Hann bar á fimm eða sex hestum og rak fyráminst frekt hundrað fjár, hvað alt var stolið, bæði féð og hestarnir, svo og það sem var á þeim borið,“ segir Grímsstaðaannáll. Loftur Sigurðsson var dæmdur á Berufjarðarþíngi af Magnúsi Jóns- syni lögmarmi 14. desember 1681 og aftekinn. Þetta var nú útilegan hans. Annálar og Espólín geta þess að þrír strákar, kendir við hnupl í ýmsum áttum, Jón Erlendsson, Arni Grímsson og Ivar, hafi „lagst út“ í helli suðraf Bárðardal. Á þeim slóðum vita menn ekki af neinum helli. Utilega þessara peya virðist hafa verið heldur stutt, bændur tóku þá samsumars 1747. Feril þeirra má rekja að nokkru síðar: Jón og Ivar virðast vera „vegabændur“ einsog þeir gerðust í þann tíð, og aldrei bendlaðir við útilegumerisku að undanskildri dvöl þessari í ókunnum og ófinnanlegum helli suðraf Bárðardal; Árna telja heim-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.