Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 107
SVAR VIÐ RITDÓMI
169
heppni að höf. Eyjasögu tókst að ná í myndir frá eldri tímum, til þess að hægt
væri að sýna breytingarnar, er orðið hafa fram til vorra tíma. En þessu gengur
J. G. Ól. vendilega framhjá og telur slíkar myndir vanti í bókina. Nokkrar myndir
voru til frá síðari hluta fyrri aldar eftir kaupmennina hér og nokkrar eftir Friðrik
Gíslason, ljósmyndara. Gísli J. Johnsen, kaupm. tók allmikið af myndum á fyrsta
fjórðungi þessarar aldar, af bátum, fyrirtækjum og höfninni, og hafa þessar mynd-
ir komið í góðar þarfir. Bæjarsjóður lét í té þær myndir, er hann átti í safni sínu.
Hefðu þessar myndir ekki verið til, hefði verið erfitt að gjöra samanburð á húsum,
hafnarmannvirkjum o. fl. í kaupstaðnum frá því fyrir aldamót og þar til nú. Berið
t. d. saman 2 myndir, eftir Kjartan Guðmundsson ljósm., við myndina af kaup-
staðnum frá 1890. Staurblindir hljóta þeir að vera, sem ekki sjá hinar miklu
hreytingar, er átt hafa sér stað, eða renna að minnsta kosti grun í framþróunina.
Bryggjur, verksmiðjur, hraðfrystihús, vörugeymsluhús, hafnarmannvirki öll og
hafnargarðar, hvar er slíkt að sjá á gömlu myndinni. Myndir af kauptúninu eru
þarna hvorki meira né minna en frá um 1880—1890, 1900—1910, 1912—1915,
1920—1930, 1936 og 1940. Frá svipuðum tímum eru myndirnar við höfnina. Berið
saman vegina og stígana og alla strandlengjuna á myndunum nú við gömlu mynd-
ina, einnig myndina af Skildingafjöru frá því 1900. Ég hygg að telja megi Eyja-
sögunni til gildis, að tekizt hafði að afla til hennar fágætra mynda.
Langir kaflar eru í sögunni um starfssögu Eyjabúa. Er þar sýnt hvemig margs
konar áþján og ófrelsi herti oft að sjálfsbjargarviðleitninni og eðlilegri framþróun
var markaður þröngur bás. Sýnt er einnig hversu skjótlega skiptir um, er menn
fá að standa frjálsir að atvinnuvegum sínum. Stikla hefur auðvitað orðið á því
helzta. Mörg hetjusagan hefur sjálfsagt gerzt, er enginn þekkir og aldrei verður
skráð. Staðhæfingar J. G. Ól. um að í Eyjasögu sé sniðgengið það, er áður hafi
verið um Eyjarnar ritað, eru fjarri sanni. En að vísu hefur verið fátt um slíkar
sjálfstæðar rannsóknir. Merkur sagnfræðingur hefur komizt svo að orði, að margt
af því sem lýst er í Eyjasögu liafi verið landsmönnum almennt og jafnvel fræði-
mönnum ókunnugt fram á þennan dag. Höf. Eyjasögu hefur reynt að brjóta ísinn
varðandi hin erfiðu viðfangsefni um skatta, tolla og tíundir, sem og landskyldir
og leigur, með því að ómögulegt virtist að gera atvinnusögunni full skil án rann-
sóknar á fyrrgr. efnum. Þetta telur J. G. Ól. óþarfa. Margur fróðleiksfús maður
hefur hinsvegar látið í ljós mikla ánægju yfir þessum köflum.
Landnám. Það telur J. G. Ól. misnotkun á heimildum að styðjast við hinar al-
mennu skoðanir og Landnámu um dráp þræla Hjörleifs og Vestmannaeyjaheitið.
Ilöf. Eyjasögu var búinn að ganga frá þessum kafla sög. áður en út kom „Ömefni
í Vestmannaeyjum", Rvk 1936.
Um Herjóljsbœ. Að fiskigarðar kunni fyrrum að hafa verið í Dalnum er næsta
líklegt og styðst og við skoðanir eldri manna. Þar hljóta Tindadalsgarðar, er getur
í skjölum frá lokum 16. aldar að hafa verið. Fiskur var allur fluttur á hestum upp
í fiskigarðana, svo engin rök eru það hjá J. G. Ól„ að langt liafi verið að flytja
fiskinn. Sumir fiskigarðanna, er kunnugt er um, lágu nærri því eins langt frá sjó,
t. d. garðamir fyrir ofan Efri Brimhóla. Fyrir ekki alllöngu var og byggður þerri-
reitur nærri inn undir Dalnum. Aldagömul sögn er um það í Eyjum, að bær Her-
jólfs, landnámsmannsins, hafi orðið undir skriðuhrúgaldinu mikla í Dalnum,
norðan Fjósakletta, er komið hefur úr Blátindi. Bæjarstæði þama er í engu ólík-
legra en mörg bæjarstæði sem kunnugt er um undir fjöllum, t. d. Steinabæimir
undir Eyjafjöllum. J. G. Ól. segir þessa æfagömlu kenningu um Herjólfsbæinn