Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 87
SVERRIR KRISTJÁNSSON:
POST MORTEM
Hugleiðingar við andlát ungs sjálfstœðis
„Une chronique scandaleuse"
Oft hefur íslenzkt þjóðlíf verið lítilsiglt og risið lágt á þeim, sem
stóðu á stjórnpalli Islands. En í dag eru öll met slegin, allur sögulegur
samanburður missir marks. Hvers vegna líkja hinum 37 dáðlausu rol-
um alþingis við höfðingja Sturlungaaldar? Afbrot Sturlungaaldar eiga
sér margar málsbætur. Ærulaus óþokkaskapur hinna 37 á sér enga af-
sökun. Hin íslenzfca saga Atlanzhafssáttmálans er ekki saga í venjuleg-
um skilningi þess orðs. Hún hefur frá upphafi verið það, sem Frakkar
kalla une chronique scandaleuse — óþvegin hneykslissaga íslenzkra
forráðamanna, sem virðast ekki kunna lengur annað í hinni flóknu
íþrótt stjórnlistarinnar en landráðin. Aldrei hefur nokkurt mál verið
flutt á þessu landi með meira falsi en Atlanzhafssáttmálinn. Óheiðar-
leikinn og tvöfeldnin í málflutningi hinna íslenzku forráðamanna hefur
verið með slíkum ódæmum, að hver óvalinn götustrákur hefur það í
flimtingum. Og hvernig ætti líka annað að vera? Getur nokkur maður
búizt við því, að íslandi, vopnlausu og hlutlausu, verði komið í hern-
aðarbandalag á heiðarlegan hátt? En óheiðarleikinn hefur verið bland-
inn klaufaskap svo rosalegum, að á þessum ógæfustundum íslands hafa
menn ekki getað varizt brosi. Hinir pólitísku hvítu þrælasalar vorir,
sem seldu Fjallkonuna í erlenda ánauð, eru slíkar dauðans druslur, að
húsbændum þeirra vestan hafs hlýtur að flökra við, og eru þeir þó
ýmsu vanir í þeim efnum.
Utanríkisráðherra á skammbyssunni
í æsku var mér kennt, að ísland væri eyja úti á reginhafi, langt frá
öðrum löndum. En maður lærir á meðan maður lifir. Þegar íslenzki
utanríkisráðherrann, Bjarni Benediktsson, lýsti landi sínu í síðustu út-