Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 72
134 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR lokið. Efnaðir menn koma og skoða, og litlu miðunum fjölgar, sem segja til um það, að hér eftir muni myndin, sem okkur varð kærust, verða heldramanninum Jóni Jónssyni einum til yndis. Þætti hennar í okkar lífi er lokið. Ekki aðeins þætti einnar myndar, heldur oft og tíðum ævistarfi mikils snillings. Ef bók er skrifuð, eiga allir jafnan kost á henni. Ef gott leikrit er samið, er það leikið opinberlega í fjölda ára, kannske aldir. Það er almenningseign. Ef tónverk er smíðað, er það einnig almenningseign. Hljómleikar, útvarp og prentaður texti er vettvangur þess. Þegar mikið listaverk er málað, sem hrífur hugi allra, er sjá það, og á erindi til hvers einasta manns, eru mestar líkur til, að það lendi í virðulegri setustofu Jóns Jónssonar. Við því er sízt að amast, þótt efnaðir menn kaupi góðar myndir, heldur vex virðing þeirra að sama skapi. En menningarlegu hlutverki listarinnar í þjóðlífinu er eftir sem áður ófullnægt. Jafnvel þótt sýningar séu tíðar og vel sóttar, skapa þær hvergi nærri hina nauðsynlegu heildarmynd, þá lífrænu framvindu, sem er menning hvers lands. Því má heldur ekki gleyma, að hingað til hefur íslenzk list því miður einungis takmarkazt við Reykjavík. Og jafnvel þótt fólk komi til höfuðstaðarins með nokkurra ára millibili, er mjög ósennilegt, að það geti gert sér nokkra hugmynd um það, sem er að gerast á þessu sviði. Aðstæðurnar eru heldur ekki örvandi fyrir þá ungu listamenn, sem eru að vaxa úr grasi. Það er þeim bein og óhjákvæmileg nauðsyn að kynnast því, sem gerzt hefur í listþróun þjóðarinnar, en á því eru engin föng. Þannig rofnar hið eðlilega þró- unarsamband, og í stað framhalds verður kyrrstaða. Þannig ríkir algjört misræmi á milli þeirrar ágætu myndlistar, sem við eigum, og áhuga manna fyrir henni annars vegar, og hins vegar þeirra tækifæra, sem henni eru veitt til að marka sér samboðið svigrúm í menningarlífi þjóðarinnar. Um allmörg ár hefur hið opinbera keypt listaverk. Þótt kaup þess hafi á tíðum frekar borið þann blæ, að verið væri að gefa ölmusur en að tryggja þjóðinni góða gripi, og þótt þeir menn hafi oft ráðið þessu, sem betur eru til annars hæfir, er því ekki að neita, að safn þetta er orðið æði drjúgt, bæði að magni og gæðum. En þrátt fyrir þessa eign sína, er almenningur lítils vísari. Ekki er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.