Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 76
138 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR andi yfirlit íslenzkrar nútímalistar. Síðan verður að reyna að fylla skörðin eftir því, sem fjármunir leyfa. En hvað að því loknu? Á að jarða þau aftur í lélegum kjöllurum eða stafla þeim innan um köngurlóavefi á háaloftum? Eða á að dreifa þeim aftur eins og flugmiðum um landið? Við þessu hlýtur aðeins að vera eitt svar, aðeins eitt: Það verður að byggja opinbert listasafn á íslandi. Það verður að byggja listasafn fljótlega, ekki aðeins til þess að forða þeim listaverkum, sem við eigum, frá glötun, heldur til að skapa vettvang, þar sem þjóðin á aðgang að þessum auði sínum, — virðulegt og lífrænt heimili hinnar ungu og miklu vakningar á sviði fagurra lista. Á meðan þetta er ógert, er íslenzk list á vergangi og merking orðanna íslenzk menning aðeins hálf. Alllangt er síðan að raddir heyrðust um það, að nota bæri efstu hæð Þjóðminjasafnsins nýja undir listasafn, — til bráðabirgða. í fyrsta lagi er öllum kunnugt, að orðin „til hráðabirgða“ þýða á nú- tímaíslenzku „um ófyrirsjáanlega framtíð“, og í öðru lagi hlýtur það að vera öllum ljóst, sem nokkurt skynbragð bera á inyndir og gengið hafa um fyrrnefnda hæð, að hún er með öllu ótækur staður undir listasafn, — enda hefur ítrekuð gagnrýni Félags íslenzkra listamanna á þessari fyrirætlun borið þess glöggt vitni. Hins vegar væri ekki úr vegi að nota þennan stað, ef hann er falur, og safna þangað öllum listaverkum hins opinbera, skrásetja þau, gera við þau, og jafnvel, ef hægt er, að halda þar á þeim opinbera sýningu. En gagnvart hinu verða jafnt listamenn sjálfir og allur hinn listunn- andi almenningur að standa fast á verði, að hinu opinbera gefist hér skálkaskjól til að draga hina sjálfsögðu og nauðsynlegu úrlausn þessa máls von úr viti. Af ótta við þetta hafa meira að segja komið fram sterkar raddir á meðal listamanna um það, að þeim bæri að hafna þeirri fyrirætlun með öllu, að eitt einasta listaverk verði flutt á þennan stað, — og er það sjónarmið sízt óeðlilegt. En hvernig á þá listasafn að vera? Hvaða kröfur eigum við að gera til slíkrar stofnunar? Eins og þeir þekkja, sem utan hafa farið og lagt leið sína um lista- söfn, er varla hægt að hugsa sér nein hús, sem eru jafn þreytandi til umgengni og tilbreytingarlaus, — jafnvel þótt þau hafi hin fegurstu verk að geyma. Hvergi geta menn tyllt sér, hvergi kveikt í pípu né
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.