Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 62
124 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ildir afturámóti sitthvað til gildis, með'al annars var hann þjóðhagi, skraddari og skáld, og gerðist þegar fram liðu stundir gildur bóndi á Lánganesi og kallaði sig þar Einar Jónsson. 1757 er útileguþjófur Guðmundur nokkur Snorrason heingdur í Borgarfirði segir Olfusannáll. „Vegabóndi“? Loks ber að geta Abrahams útilegumanns Sveinssonar úr Haukadal. Hann „legst út“ kornúngur, strýkur úr varðhaldi, en er ekki leingi á fjöllum; Abraham er nafnfrægur af vísuhelmíngi sem allir kunna seinnipart á en einginn fyrripart, og þar settur á Hveravelli. Félagar Abrahams eru tilnefndir Hjörtur Indriðason úr Árnesþíngi og Guð- mundur Jónsson sem sagður er hafa legið í Surtshelli. Sumar heim- ildir telja að þessir kumpánar hafi sest að í Þjófakrók milli Eiríks- jökuls og Balljökuls, í kverkinni uppundir Geitlandsjökli. Gísli Kon- ráðsson sem maður skyldi aldrei trúa að órannsökuðu máli telur Abraham hafa lagst út átján ára, en horfið fljótt til bygða, fest ráð sitt og orðið hreppstjóra fyrir vestan; ekki getur Hannes Þorsteins- son um hreppstj óratignina, en segir Abraham ættaðan úr Dalasýslu og hafa verið tekinn með Fjallaeyvindi á Draungum í Trékyllisvík 1763, — „þeir höfðu yfirgeingist líkast stigamönnum,“ segir Grímsstaða- annáll. Abraham útilegumaður var ekki dæmdur, en hýddur og loks fermdur. 12. Fjallaeyvindur. Björn Gunnlaugsson rekur í grein sinni í Íslendíngi 12. apríl 1861 allflestar útilegumannabygðir þá haldnar að vera á íslandi, Ódáða- hraun, Þórisdal, Köldukvíslarbotna, Vatnajökul, Spreingisand, og telur þess öll tormerki að fólk geti hafst við í þessuni stöðum; eru ályktarorð hans þau að „þó að útilegubygðalífið þrátt fyrir alt þetta (þ. e. vöntun flestra lífsskilyrða) gæti átt sér stað, þá hlyti það að vera mjög eymdarfult, og jafnvel verra en gefa sig undir mannahendur“. ,Nú vill svo til að kofarústir þær flestar sem til eru í óbygðum, og ekki eru leitarmannakofar, veiðikofar eða sæluhús, er óþarfi að eigna útilegumönnum alment í þeim skilníngi sem rætt er um heildir þar sem einstaklíngarnir hverfa í margnum, heldur er nokkurnveginn víst um alla kofana,að þeir hafa verið bústaðir eins manns og konu hans,Fjalla- eyvindar og Höllu. Hjón þessi sem lifðu framundir næstsíðustu alda-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.