Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 89
POST MORTEM 151 í hernaðaráætlun Bandaríkjanna. Á amerískum landabréfum af nýj- ustu gerð er Island kallað kingpin of the North Atlantic — kóngurinn í keiluspili Norðuratlanzhafsins. Bandaríkin ætla Islandi ekki annað hlutverk en að vera flugstöð, atómstöð, herstöð til árása á þá álfu, sem er vagga íslenzkrar menningar. ísland er aðeins stassjón í hnattrænu viðhorfi Bandaríkjanna, og engin ástæða til að hneykslast á því við- horfi. Þess er ekki að vænta, að hið bandaríska stórveldi líti öðrum augum á þetta vesæla land. En hitt er annað mál, hvort þeir, sem land þetta hafa byggt í þúsund ár, hafi ekki nokkra ástæðu til að líta það öðrum augum. Ást Banda- ríkjanna á íslandi er aðeins matarást herguðsins. En Island hefur verið elskað heitast af börnum sínum á þeim stundum, er það var snauðast. Það hefur oft verið erfitt að vera íslendingur. Það hefur einu sinni verið svo erfitt, að til mála kom að kippa okkur upp með rótum og gróðursetja okkur á nýjan leik á józku heiðunum. Þó fór það aldrei svo, að íslenzka þjóðin yrði til þess að hefta danskan foksand. Og við sem nú lifum blessum feður vora fyrir að hafa haldið áfram að gróa í íslenzku holtunum. En á 5. ári íslenzks sjálfstæðis, þegar ísland var búið meiri og full- komnari framleiðslutækjum en nokkru sinni fyrr og þjóðin bjó við meiri raunverulega velmegun en dæmi voru til í sögu hennar — á því ári gátu utanríkisráðherra íslands og 36 alþingismenn ekki risið undir þeirri byrði að vera Islendingar. Þessa utanríkisráðherra og þing- manna mun án efa verða að góðu getið í sögu Bandaríkjanna. En í íslandssögu munu þeir liggja í grafreit útlendinga. íslandssaga helgar sér ekki undirtyllur úr erlendum hermálaráðuneytum. Atlanzhaísbandalag og sósíalismi Einn þeirra þriggja ráðherra, er flaug af íslandi vestur um haf til að fá gert við sjón sína og geta horft raunsærri augum á þá skamm- byssu, er guð og Bandaríkin höfðu fengið þeim til varðveizlu, sagði það á þingi, þegar heim kom, að orsök og nauðsyn Atlanzhafssáttmál- ans ættu rætur að rekja til þeirrar dauðasyndar er héti rússneska bylt- ingin. Rússneska byltingin 1917 var hið voðalega syndafall, er hefði neytt íslenzka Framsóknarmenn og kaupfélagsstjóra til að fara í hern- aðarbandalag, og jafnvel atómstyrjöld, ef verst léti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.