Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1949, Blaðsíða 30
92 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR an til eins ritaðs verks sem til hefur verið all-laungu áður en farið var að hugsa til að semja hetjusöguna um Gretti, þá sem vér nú eigum; þessi frum„heimild“ um Gretti eða „frumgretla“ er kvæðið Grettis- færsla. Gretluhöfundur kann þetta kvæði, og það varðveittist leingi ritað uns einhver góður maður tók sig til og skóf það útúr handritinu AM 556 einhverntíma á sextándu öld að því Guðbrandur Vigfússon telur — til að hreinsa minníngu Grettis. Um „frumgretlu“ þessa vitum vér nú lítið annað en það sem gretlu- höfundur rekur í sögunni, þó hefur tekist að lesa tvær fyrstu línur kvæðisins í útskafinu og verður af því sýnishorni ráðið að Grettisfærsla sé af þektri tegund ruddafeinginna öfgakvæða allfornra, en ekki merki- legra frá skáldskaparsjónarmiði. Gretluhöfundur segir kvæðið fjalla um það er búkallar á Vestfjörðum neituðu að taka við Gretti, senni- lega lík saga og sumstaðar er höfð að upphafi Fóstbræðru. Af áróðri þeim sem Gretla hefur í frammi gegn kvæðinu verður ljóst að Grettir er þar fjarri því að vera sú virðulega sagnhetja sem gretluhöfundur hefur einsett sér að gera liann. Og með því takmark gretluhöfundar er að skapa nokkurskonar ókristilegan þjóðdýrlíng íslenskan og lyfta hon- um í harmsögulegar hæðir, gerir liann sem minst úr hinum klúra gretti fyrirrennara síns eða sinna, kennir þá fræði „kátum mönnum“, sem liann segir hafa „aukið þar í kátlegum orðum til gamans mönnum“. Grettissögnin hefur bersýnilega ekki skipað virðulegan sess í skáld- skap og munnmælum þjóðarinnar fyrir þann tíma er ritsnillíngur tekur sig til nær aldamótum 1300 og setur saman Grettis sögu sterka Ás- mundarsonar „vors samlanda“ — svo sem sagan kallast í einu elsta handritinu. Fáránleg munnmæli sín úr hverri áttinni um einhverskonar hálftröll eða hlægilegan dólg af vættakyni, sem lyftir björgum, ber á risum og flögðum, liggur tröllkonur, hrekkir búkalla og étur gífurlegá málsverði, afkomandi og eftirmynd þess heimska Þórs eddukvæðanna, sem oss nútímamönnum finst hljóti að heyra til hnignunartímabili þórstrúarinnar — eitthvað þessu líkan sé ég frumgretti fyrir mér áður en gretluhöfundur skapaði þá söguhetju sem orðið hefur glæsimynd fornra útilegumanna — og gert um leið aðra útilegumenn næsta föl- leita. Mér er þannig nær að halda að Grettir alskapaður sé í raun réttri ekki eldri en sagan, það er að segja nokkurnveginn jafngamall höf- undi sínum, til orðinn nær lokum blómaskeiðsins í fornbókmentum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.