Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 25
••SUMARKVÖLD Á HEIÐI
15
Gœr er ei né morgunn,
skuld er ei né borgun,
löngun veit ei né trega stað,
og aldurkvölin sára,
streymd um farveg tára,
liður hjá inn í gleymda fró
smaladrengs, er gœfan bjó
útlegð dœgra’ og ára.
Heimi horfið blundar
hjartað innan stundar,
sofandi hrifið úr dvalanum
af angurskœrum hljómi,
líkt og djúp þess ómi
slegið af bana köldum geig,
hneigjandi’ eins og stráin feig
norna dimmum dómi —
ógnar handan orða
elds og bróðurmorða,
vekjandi’ af hljóði steinanna
og þögn hins móða dreyra
ákall sárt við eyra:
myndi’ ei þegar, við búið grand,
yndi þínu, svanaland,
skammvinnt skjól að eira?
Veit ei harma helsi
hugað ungu frelsi,
blómi visnun á týndri rót,
og selt að döpru veði
fjör þitt, frið og gleði, —
dali og engjar, mörk og borg
lögð við Heljar brennutorg,
Þökk að grimmu geði?