Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 98
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
88
Ég svara honum: „Og hvernig á að fá hann Schuman yðar til að
hitla Mólótoff? Með því að svelta sig eins og Gandí? Hvernig á að
reka hlutleysisstefnu yðar, ef þjóðirnar krefjast þess ekki, ef franska
þjóðin sameinast ekki um nokkrar einfaldar kröfur? Og hvernig getur
franska þjóðin sameinazt, ef þér og blað yðar gerizt virkt bergmál þess
rógburðar, sem dreift er út af hinum blöðunum?
Um mig er það að segja, sem ég hef þegar sagt, að ég get ekki ann-
að en borið vitni. Ég geri það einmitt vegna þess að ég er ekki í Frið-
arhreyfingunni, vegna þess að ég skrifaði ekki undir Stokkhólmsávarp-
ið. Ég geri það jyrir alla þá, sem líkjast mér, en komu ekki til Vínar.
Ég votta sem sé, að friðarþingið í Vín er og verður, þrátt fyrir róg-
burðinn, sögulegur atburður, ég votta, að fulltrúar meira en 70 þjóða
komu þar saman og báru saman sjónarmið sín, ekki aðeins af fullu
frjálsræði heldur og í fullri vináttu. Ég votta, að þeir skildu alfúsir
þess að halda áfram baráttunni og vongóðir um að geta leitt hana far-
sællega til lykta, ég votta að sá friður, sem ég hef séð fyrsta frjóang-
ann af, er meira en einföld fjarvist styrjalda, og að hann gæti verið
mönnunum nýr sómi og ný tengsl á milli þeirra. Frjóangann höfum við
séð í Vínarborg. Það er okkar og ykkar, sem ekki komuð, en munuð
korna næsta ár til Vínar eða annað, að koma í veg fyrir að hann verði
kraminn sundur.
Jón Oskar þýddi.