Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 40
30
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Kína og var því ekki neinn grundvöllur fyrir baráttuaðferðum, sem
jafnaðarmenn í vestrænum lýðræðislöndum notuðu með góðum ár-
angri. Verkalýðshreyfing Kínverja hefur því allt frá upphafi verið
kommúnistísk. Stjórnin hlynnir líka meira að verkamannastéttinni en
nokkurri annarri, og fara kommúnistar ekki í launkofa með að verka-
menn eigi í framtíðinni að vera aðalstéttin og ráða mestu um málefni
ríkisins.
Auk þessara tveggja höfuðstétta er sú þriðja, sem stendur að mjög
miklu leyti undir áhrifum kommúnista og hefur hag af að fylgja þeim
að málum. Það eru hinir svokölluðu smáborgarar, sem eru allfjölmenn-
ir í Kína. Gerir stjórnin mikið til að vinna fylgi þeirra, og lengi hefur
verulegur hluti þessarar stéttar haft samúð með kommúnistum, t. d. eru
margir af félögum sjálfs Kommúnistaflokksins upprunnir úr smáborg-
arastéttinni. Meginhluti stéttarinnar er líka svo fátækur að hann hefur
hag af því að starfa fyrir það opinbera. Kommúnistar hafa líka treyst
vináttusambandið við þá með því að láta þá fá fulltrúa í margskonar
stjórnum og ráðum, enda hræðast þeir ekki að þessi stétt leiði þá frá
réttri stefnu.
Fjórða stéttin, sem stjórnin hefur samband við, eru hinir svokölluðu
þjóðlegu borgarar, en það eru efnaðir atvinnurekendur, sem gengið
hafa í vináttusamband við kommúnista og hafa hlotið pólitísk réttindi
og áhrif, sem svara til styrkleika þeirra. Ég hygg þó að þessi stétt sem
heild geti varla verið mjög hrifin af sambandinu, því að kommúnistar
fara ekki dult með að þeir ætli að afnema hana með öllu, þegar þeim
þykir tími til kominn. En þeir vilja þó taka hana í þjónustu hins opin-
bera smám saman. En borgararnir, sem sjá að þeir hafa engan afla til
andstöðu, telja það tryggast að hafa samvinnu við hana, enda telja
margir afkomu sína öruggari í þjónustu ríkisins en með einkarekstri
við ótrygg skilyrði. Við ísleifur Högnason hittum að máli einn slíkan
borgara. Hann átti kornmyllu, hafði áður keypt korn af bændum, malað
það og selt kaupmönnum. í borgarastyrjöldinni hafði hann verið mjög
hræddur við kommúnista og komið peningum undan til Hong-Kong og
reynt að koma vélunum úr myllunni sömu leið, en það tókst þó ekki
vegna flutningaörðugleika. Þegar kommúnistar komu til valda reyndust
þeir ekki eins hræðilegir og hann hafði haldið. Þeir létu hann halda
kornmyllunni, og þegar friðurinn og framfarirnar komu græddist hon-