Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 121
UMSAGNIR UM BÆKUR
111
söguritunar sem smásagnagerðar. En
tíminn leiðir það í ljós.
Ekki er hægt að ljúka ummælum um
bókina, án þess að minnast þeirrar gleði-
legu staðreyndar, að hér hefur íslenzkt
útgáfufyrirtæki í fyrsta skipti lagt í það
að gefa út smásagnasafn í flokki bóka,
sem ætlazt er til, að veki athygli og eiga
það líka skilið. Þessi nýbreytni er sann-
arlega góðra gjalda verð, enda vonandi,
að hér þurfi ekki að láta staðar numið
vegna tómlyndis lesenda. Furðulegt má
heita, ef ekki er hægt að kenna íslenzkri
alþýðu að kaupa og lesa smásögur, jafn
tilvalið lestrarefni og þær einatt eru.
Sannleikurinn er þó sá, að útgáfa slíkra
sagna hefur verið fyrirfram dauðadæmt
uppátæki fjárhagslega, í flestum tilfell-
um. Þessa hafa ýmsir hinna yngri höf-
unda okkar orðið að gjalda, með dapur-
legri afleiðingum en flestum er kunnugt.
Vonandi er því, að útkoma þessarar bók-
ar í fyrsta bókaflokki Máls og menning-
ar marki spor í áttina til breytingar á
því ástandi. Þá væri ekki til einskis af
stað farið.
Elías Mar.
Einar Benediktsson:
Laust mól I—II.
Steingrímur J. Þorsteinsson
bjó til prentunar.
Útgefandi: ísafoldarprent-
smiðja h.f. Reykjavík 1952.
Einn mestur fengur fyrir jólin var að fá
útgáfu á Lausu máli eftir Einar Bene-
diktsson, ásamt æviágripi hans eftir
Steingrím J. Þorsteinsson, prófessor. Áð-
ur er komin hjá sama forlagi heildarút-
gáfa af ljóðum skáldsins, svo að nú
gefst mönnum yfirsýn um starf hans og
æviferil.
I Laust mál eru teknar sögur Einars
og svipmyndir, og ýtarlegt úrval af rit-
gerðum hans og blaðagreinum, og bók-
inni fylgir ritgerðatal Einars. Lausu
máli er skipt í kafla sem hér segir: Sög-
ur og svipmyndir, Skáld og þjóSmenntir,
Saga og þjóSarframi, ÞjóSmál og fram-
kvœmdir, HugleiSingar og heimspeki.
Margt er þar sem menn hafa ekki haft
greiðan aðgang að áður eða legið hefur
dreift, en ýmsu þó sleppt sem söknuður
er að, og í raun réttri fer svo að loknum
lestri úrvalsins og ævisögunnar að mann
þyrstir því meira að fá að lesa allt sem
eftir Einar liggur, en það er ef til vill
bezt sönnun fyrir að útgáfan hafi vel tek-
izt. Athyglisverðastar nú um stundir (og
verða raunar ætíð til að bregða Ijósi á
skáldið og persónu hans) eru þjóðmála-
greinar Einars þær er hér birtast, til að
mynda Starfsfé fyrir ísland og Þrjár
enskar skýrslur um framfaraeflingu og
gróSavegi á Islandi, samdar handa fé-
lagsmönnum í British North-Western
Syndicate, einu af hlutafélögum þeim
er Einar stofnaði til stórframkvæmda á
Islandi og tókst með krafti mælsku sinn-
ar að fá kaupsýslumenn erlendis til að
leggja fjármagn í.
Æviágrip Einars eftir Steingrím sem
látleysislega er skeytt aftan við Laust
mál er í rauninni heil bók, eða yfir 220
síður. Er auðsýnilega dregið til hennar
mikið efni sem hlýtur að hafa kostað
óhemju starf, bæði að viða að sér úr
ýmsum áttum, eftir rituðum og munn-
legum heimildum, og ekki síður að vinna
eins vel úr og hér er gert. Ævisagan er
vel rituð, ljós og skilmerkileg, varpað
Ijósi jöfnum höndum á skáldið og mann-
inn, þrædd af góðri smekkvísi vandfarin