Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 106
96
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
en er þó talin skyldust ýmsum tungum, sem talaðar eru í Kákasus,
milli Svartahafs og Kaspíhafs. Hins vegar er bretónskan á Bretagne-
skaga keltneskt mál, eitt þeirra mörgu, sem eiga í vök að verjast fyrir
áhrifum tungna þeirra, er ríkisvaldið notar í hverju landi, og hún er
ekki viðurkennd til opinberrar notkunar.
V
Keltnesk mál
Keltneskum málum er skipt í nokkra undirflokka, gelísk mál, brezk
mál og gallversku. Til gelískra tungna teljast írska, skozka og manx,
hin forna tunga eyjarskeggja á Mön, er liggur milli írlands og Eng-
lands. Fyrrum voru Keltar miklu útbreiddari suður og austur um
Evrópu, og keltnesk örnefni þekkjast allt austur undir Svartahaf. T. d.
er heiti Galatíu í Litlu-Asíu af keltneskum uppruna. Fáum öldum eftir
fæðing Krists hafa Keltarnir samt glatað þjóðlegum sérkennum sínum
og tungu í þjóðahafinu í Evrópu. Um þessar tungur er annars mjög lít-
ið kunnugt.
Á Bretlandseyjum urðu örlög keltnesks þjóðernis öll önnur. Gelísku
málin (einn flokkur hinna keltnesku) haldast enn bæði á eynni Mön,
meðal Há-Skota og í írlandi, þar sem írskan á að fagna sívaxandi
gengi. Hún varð þó fyrir nokkrum áhrifum af latínu, eftir að landið
kristnaðist, og norrænu, aðallega hvað orðaforða snerti. Fyrir fimmtán
öldum eða fyrr tóku Keltar á Bretlandseyjum sig upp og fluttust til
meginlandsins í hópum og settust að þar, sem nú heitir Bretagneskagi
í Frakklandi. Þeirra tunga var önnur en íranna og er nú nefnd bret-
ónska, en hún telst til brezka flokksins innan keltneskra mála, eins og
kymbríska (í Wales), korníska og piktneska. Piktneskan var fyrrum
töluð í Skotlandi, en er nú glatað mál, þótt hún þekkist í nokkrum ör-
nefnum, meðal annars íslenzkum (Kumbaravogur, Katanes, Papey
o. fl.). Á þeim tímum nefndust íbúar Skotlands Piktar. Korníska var
til í Cornwall á Englandi fram á 18. öld. Árið 1777 dó síðasta mann-
eskjan, er talaði þá tungu, 102 ára gömul kona í Mousehole í Corn-
wall.
Kymbríska (ensku: welsh) er að frátalinni bretónsku eina málið