Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 105
í>JÓÐIR OG TUNGUMÁL
95
trugðin því, sem þekkist í íslenzku, notuð t. d. sérstök mynd í þátíð
(perfectum) til að tákna verknað, sem gerður er aðeins einu sinni, en
•önnur mynd um venju eða endurtekinn verknað (imperfectum).
Scripsit literas merkir hann skrifaði bréf, og þá liggur í orðunum, að
átt er við eitthvert ákveðið bréf, sem hann lauk við að skrifa. Ef hins
vegar er sagt scribebat literas, merkir það líka hann skrifaSi bréf, en
þá liggur í orðunum, að þessi maður var að skrifa bréf, eða hafði það
fyrir iðju, og er ekki þar með sagt, að því sé lokið. Persónufomöfn
voru venjulega ekki notuð í latínu, þegar þau voru frumlag. Því táknar
■jcripsit bæði „hann (hún, það) skrifaði“ og „skrifaði“ út af fyrir sig.
Þetta, að sleppa persónufornöfnum, þegar þau eru frumlag, er raunar
ækki svo fátítt í málum, og er það t. d. háttur finnskunnar í 1. og 2.
persónu, en ekki 3. Annað dálítið einkennilegt við latínu er, að sögnin
■aS vera í nútíð (ég er, við erum o. s. frv.) er ekki notuð nema stund-
um. Homo servus táknar því „maðurinn er þræll“, sagnorðið er ekki
haft með latnesku setningunni.
Rómönsk mál eru annar aðalflokkur Evrópumála, runnin af latínu,
eins og kunnugt er, en hafa að sjálfsögðu orðið fyrir einhverjum áhrif-
um, hver veit hvað miklum, af tungum þeirra þjóða, er Rómverjar hin-
ir fornu lögðu undir sig. Annars eru þau ekki runnin beint af gullalda-
latínu, þeirri er þeir rituðu á, Síseró, Sesar, Hóras og aðrir, heldur af
almenningsmállýzku latínunnar, sem var önnur en ritmálið. Helzt róm-
anskra mála eru franska, spænska, ítalska og portúgalska, og ennfrem-
ur teljast til þeirra rúmenska og retíska (í Austur-Sviss). Þessar tungur
hafa eðlilega þróazt hver með sínum hætti og orðið einfaldari en latína
var nokkurn tíma. Þær hafa t. d. tekið upp ákv. gr., sem er annars
runninn af ábendingarfornafni latínunnar. Sumar hafa tekið upp óákv.
gr. Áður en Rómverjar lögðu undir sig heiminn, eins og hann þekktist
-á þeirra tímum, bjuggu ýmsar þjóðir á þessum svæðum, í suður- og
vesturhluta Evrópu, en nú eru rómanskar tungur aðalmálin um Frakk-
land, Spán, Portúgal, Ítalíu, hluta af Sviss og mestalla Rúmeníu. Þó
eru til brot þjóða, sem tala aðrar tungur en rómanskar, hér og þar um
þetta svæði, svo sem Baskar á Spáni og Frakklandi við botn Baskaja-
flóa og Bretónar á Bretagneskaga í Frakklandi. Þessi þjóðabrot eru
víða miklu misrétti beitt.
Baskneskan, fyrir botni Baskajaflóans, er ólík öllum öðrum málum,