Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 36
26
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR:
félagsháttum og nota þau sem varnarvirki gegn mikilvægum breyting-
um á stjórnarfyrirkomulagi hlutaðeigandi landa. Kínverjar líta á stjórn-
arlög sín sem ákvæði um störf og valdsvið stjórnarinnar á yfirstand-
andi tíma.
Foringi kínverskra kommúnista, Mao-Tse-tung, hefur í bók sinni um
hið nýja lýðræði í Kína lýst eðli ríkisvaldsins á þessa leið: „Kínverska
byltingin er hluti af heimsbyltingunni. Hið fyrsta stig hennar er sam-
kvæmt hinu félagslega eðli hennar lýðræðisleg borgarabylting, — en
hún er ekki nýjasta sósíalistíska öreigabyltingin, sem gerð hefur verið,.
enda þótt hún sé fyrir löngu orðin hluti af hinni sósíalistísku heims-
byltingu öreiganna og sé nú sem stendur bæði mikilvægur hluti heims-
byltingarinnar og öflugur bandamaður hennar.“ Vegna þess að þetta
kann að vera dálítið óljóst vil ég bæta því við að Mao á hér við, að
samfara kínversku byltingunni, sem enn sé borgaraleg bylting, fari
annarsstaðar í heiminum t. d. í Rússlandi fram öreigabylting, sem sé
í bandalagi við kínversku byltinguna, þótt þær standi á ólíku stigi.
Ennfremur segir hann: „Hið fyrsta skref þessarar byltingar er vissulega
ekki og getur vissulega ekki verið gert til þess að koma á auðvaldsþjóð-
skipulagi undir alræði kínversku borgarastéttarinnar, heldur til þess að
stofna til nýs lýðræðisþjóðfélags undir sameiginlegu alræði allra bylt-
ingarsinnaðra stétta í Kina undir forystu hins kínverska öreigalýðs.
Eftir að hafa gengið í gegnum þetta fyrsta stig mun þjóðfélagið verða
látið þróast yfir á næsta stig, en á því stigi verður stofnað til sósíalist-
ísks þjóðfélags í Kína.“
Samkvæmt þessu ætlast Mao-Tse-tung til þess að öreigalýðurinn leiði
kínversku þjóðina í gegnum hið smáborgaralega lýðræðisstig yfir í sós-
íalismann. Það er höfuðhlutverk hins kínverska ríkisvalds að hafa yfir-
stjórn þeirra framkvæmda, sem gerðar eru í því skyni að stofna sósíal-
istískt þjóðfélag og leiða þjóðina að því takmarki. Helztu framkvæmd-
ir sem ráðstefnan fól stjórninni voru að gera allt sem í hennar valdi
stæði til þess að sameina allt Kínaveldi, leysa öll lönd þess undan er-
lendu oki og afnema öll fríðindi erlendra manna. Annað helzta hlutverk
stjórnarinnar skyldi vera að taka eignarnámi hluta af fjármagni auð-
kýfinga og auðfélaga eftir ákveðnum reglum, svo og lendur lands-
drottna og skipta þeim milli bænda og annars sveitafólks, er skorti
jarðnæði. En jafnframt er henni falið að vernda eignarrétt ríkis og