Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 68
58 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fulls. Þetta fína fólk, sem þú kallar svo, eins og kaupfélagsstjórahjón- in, prestshjónin og læknishjónin, það sýnir þegnskap og ábyrgðartil- finningu, betur en flestir aðrir með því að gefa það sem það hefir gef- ið. Það gefur ekki peninga, en það gefur dýrgripi, sem því eru miklu meira virði en peningar. Það kann að fórna, þegar við á. Konan gafst upp fyrir ofurþunga þeim, er fólst í orðum hins ábyrga eiginmanns, og eiginmaðurinn mildaðist og fór að segja henni hrafl úr ferðasögu sinni. Allt hafði eiginlega að óskum gengið. Fólk hafði yfirleitt sýnt fullan þegnskap og ábyrgðartilfinningu í þessu máli. Þessi hafði gefið þetta og hinn hafði gefið hitt. Allt lá nú þetta svo sem uppteiknað þarna á blöðunum á borðinu, sem hún hafði verið að rýna í. Það var aðeins einn skuggi, sem hvíldi yfir þessu gifturíka starfi. Hann granni þeirra, hann Árni í Nesi, hafði ekki viljað neitt láta af hendi rakna og var auk þess með einhvern skæting út í allt þetta uppistand, eins og hann orðaði það. Konan, sem vissi upp á sínar tíu fingur, hvað það gilti að daufheyr- ast við kalli flokksins, varð skelkuð yfir því að hafa svona mann í næsta nágrenni og spurði í fáti: En hvað verður gert við hann. Verður hann ekki settur utangarðs við þjóðfélagið? Arnfinnur klóraði sér bak við eyrað og svaraði eins og sá, sem veit meira en hann lætur uppskátt, en svo hafði hann oft heyrt þingmann- inn gera. — Ja, þetta þarf náttúrlega að athugast vel og eiginlega gáfu þeir í flokknum engin skýr fyrirmæli um það, hvernig þetta yrði í framkvæmd. í fyrsta lagi afþakkaði ég kaffið, sem ég átti að fara að drekka og hélt leiðar minnar, en svo verðum við vitanlega að varast allt samneyti við hann fyrst um sinn, sjá hverju fram vindur og bíða eftir nánari fyrirmælum að sunnan. Meðan þessu fór fram í stofunni, lá tíkin í anddyri hússins og hvfldi sinn lúna skrokk. En allt í einu þaut hún upp með gelti og klóraði í hurðina og skömmu síðar var drepið á dyr. Konan gekk til dyra og hugði að gestkomu. Að vörmu spori kom hún þó aftur felmtsfull á svip og dró tíkina með sér. Hvað ertu að gera með kvikindið, kona, hvað er að? spurði eigin- maðurinn furðu lostinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.