Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 53
HUGSJÓN GEGN HRÆÐSLU
43
sem standa fyrir utan girðinguna, baráttuhug sinn með frelsissöngv-
um og ýmsum þvílíkum hátíðahöldum. En hafa bandarísku hermenn-
irnir misst kjarkinn við þetta? Nei, þeir hafa sko ekki misst kjarkinn;
þvert á móti hafa þeir ótrauðir haldið uppi vélbyssuskothríð á þetta
fólk og fellt það tugum og hundruðum saman. — Þó að fyrir innan girð-
inguna séu að vísu fulltrúar rísandi nýlenduþjóða sem hafa frelsishug-
sjónina að vopni og verða því aldrei sigraðir, enda ganga þeir með
hugrekkið í hjartanu, þá láta bandarísku hermennirnir, þessir fulltrúar
hnignandi yfirstéttar og auðvalds, samt ekki hugfallast, enda hafa þeir
vélbyssur að vopni, og hugrekkið berst þeim í óþrjótandi kúlnabirgðum
frá bandarískum vopnaverksmiðjum. Og þegar þeir þarna fyrir innan
girðinguna taka aftur til við að syngja frelsissöngva sína, þá hefja þess-
ir þarna fyrir utan girðinguna vélbyssuskothríð á nýjan leik, með sama
óbugaða hugrekkinu einsog áður.
Einnig í þessum efnum hefur íslenzka yfirstéttin dregið sína lærdóma
af aðferðum þeirrar bandarísku. Hún hefur rekið sig á það hve hæpið
er að treysta því hugrekki sem fylgir kylfu frá trésmíðaverkstæði í
Reykjavík, og nú á að bæta það upp með hlaðinni byssu frá Bandaríkj-
unum. Það á að stofna her.
Og þessum her á að beita gegn sama fólkinu einsog hvítliðasveitun-
um á Austurvelli 30. marz 1949; það á að beita honum gegn alþýðunni,
hinum vinnandi stéttum. Ef t. d. þið verkamenn takið ykkur saman,
eftir langvarandi atvinnuleysi, og gangið á fund ríkisstjórnarinnar,
einsog þið gerðuð einu sinni, til að krefjast þess að hún bæti eitthvað
úr því hungurástandi sem þið eigið við að búa, þá verður ykkur svar-
að með einkennisbúnum derringi þessa hers. Og ef þið farið útá göt-
una 1. maí, einsog þið hafið alltaf gert, með spjöld og borða þar sem
áletraðar eru helztu kröfur ykkar, (og alltaf er hætt við að sumar
þeirra að minnsta kosti séu litlar ástarj átningar í garð stjórnarvald-
anna), þá verður sagt að þið ætlið að kollvarpa þjóðskipulaginu, og
her þessi sendur með riffla á lofti til að tvístra ykkur. Og ef þið gerið
verkfall til að knýja fram kjarabætur, þegar kaup það sem ykkur er
greitt getur ekki lengur komið í veg fyrir að börn ykkar veslist upp af nær-
ingarskorti og klæðleysi, þá verður ykkur sýnt framaní vélbyssur.
Og allt verður þetta gert í nafni öryggis og lýðræðis. Þegar þið verð-
ið slegnir niður með byssuskeftum, þá munu málgögn yfirstéttarinnar