Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 86
76
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hlaupinu eða að undirbúa afvopnun eru því gagnstæðar hinum amer-
íska friði.
Þær eru sem sé uppástungur um stríð.
Friðarhreyfingin vill beina hugum fólksins að friði. Á máli aftur-
haldsblaðanna þýðir það: Veikja fólkið siðferðilega, svo að ráðstjórn-
arherirnir eigi hægara um hönd að ráðast á okkur, o. s. frv., o. s. frv.
2) í hvert skipti sem íhaldsblað skýrir frá ályktun eða tillögu Frið-
arhreyfingarinnar, lætur það orðin tilboð eða uppástungur eða sam-
Jcomulag merkja herbrögð. Ef það lýsir ráðstefnu eða ávarpi, lætur
það þess getið, að allt hafi það gerzt eftir fyrirjram gerðri áœtlun og
verið prýðilega frá öllu gengið.
Af þessu leiðir vitanlega, að í ávörpunum, sem skýrt er frá, kemur
„aldrei neitt nýtt fram.“
Sérstaklega er það eitt, sem fyrir blöðunum vakir, en það er að ein-
angra Kommúnistaflokkinn og verkalýðsstéttina frá hinum hluta þjóð-
arinnar. Þau geta ekki afborið þá hugmynd, að bandalag geti myndazt
um eitthvað — til dæmis um varðveizlu friðar og frelsis — milli verka-
lýðsins, Kommúnistaflokksins, og annarra stétta þjóðarinnar.
Þegar Friðarhreyfingin fékk þá hugmynd, sem var sannarlega ný og
hefði átt að vekja áhuga margra og forvitni allra, að safna saman í
Vínarborg fólki, ef það aðeins ætti það sameiginlegt að vilja frið,
hverjar sem skoðanir þess og tilhneigingar annars væru, þá gáfu aftur-
haldsblöðin sér þegar í stað forskrijt:
Því skyldi lýst yfir, að ráðstefnan í Vín byði ekki upp á neitt nýtt
umfram Varsjárráðstefnuna.
Ráðstefnunni í Varsjá var þrengri stakkur sniðinn. Hana sátu aðeins
menn úr Friðarhreyfingunni. í þeirri hreyfingu eru, eins og þið vitið,
kommúnistar, en einnig menn, sem ekki eru kommúnistar. Á þeim tíma,
þegar Varsjárþingið var á döfinni, höfðu blöðin brugðið við á þann
hátt að ákveða, að ekki væri takandi tillit til þeirra, sem ekki væru
kommúnistar, og þannig létu þau Friðarhreyfinguna vera setta saman
af kommúnistum einum. Því næst höfu þau lýst yfir, að kommúnistar
þessir fengju fyrirskipanir frá Moskvu. Nú, þegar margar milljónir
manna höfðu þannig verið gerðar „óvirkar“, hverjir voru þá eftir í
Varsjá? Auðvitað ráðstjórnarfulltrúarnir einir.
En í þetta skipti þurfti að ganga lengra. Þar eð mikill fjöldi þeirra,