Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 65
STYRJÖLDIN VIÐ RÚSSA 5S hausthreinsun hunda og enginn vissi til að nokkur kýr hefði veikzt af doða. En hvað rak þá manninn út af heimili sínu undir náttmál í svartasta skammdeginu? Það gerðu tvær háleitar dyggðir, þegnskapur og ábyrgðartilfinning. Þessar dyggðir höfðu yfirskyggt Arnfinn á nærri yfirskilvitlegan hátt._ líkast því er menn frelsast á Hersamkomu eða í Hvítasunnusöfnuði. Nokkrum árum áður en þessi saga gerðist bar svo til, að þingmaður kjördæmisins dó, en flokkur hins látna þingmanns sendi ungan lög- fræðing úr Reykjavík út í kjördæmið til þess að vinna það á ný flokkn- um til handa og fara með umboð Arnfinns og annarra íbúa byggðar- lagsins á alþingi. Þá atvikaðist einnig svo, að Arnfinnur gerðist fylgdarmaður og hestasveinn lögfræðingsins á yfirreið hans um héraðið, sat alla fundi, er hann átti með háttvirtum kjósendum og hlýddi á málflutning hins menntaða Reykvíkings. Hinn verðandi þingmaður ræddi á fundum þessum aðallega um versnandi þjóðarhag og skuggalegt útlit í lands- málum og í alheiminum yfirleitt. Þetta alvarlega ástand hafði skapazt vegna þess, að pólitíska andstæðinga lögfræðingsins og ýmsa vonda menn um víða veröld skorti þegnskap og ábyrgðartilfinningu. En hinu alvarlega ástandi mátti snúa til hins betra á þann einfalda hátt að kjósa lögfræðinginn til þess að fara með umboð þessa afskekkta sveita- kjördæmis á alþingi. Þeir sem slíkt gerðu sýndu fullan þegnskap og ábyrgðartilfinningu, en hinir, sem móti stóðu, voru óþjóðhollir og óá- byrgir angurgapar. Arnfinnur nam þessi fræði öll þegar á fyrsta fundinum og hann varð því sælli, hið innra með sér, sem hann heyrði þau oftar, líkt og endur- fæddir menn komast því nær guði, sem þeir lesa meira í heilagri ritn- ingu. Lögfræðingurinn vann glæsilegan kosningasigur. Þar með var frama- braut hans þó ekki á enda. Innan tíðar var hann orðinn ráðherra og búinn að fá forystuna í flokki sínum í sínar hendur. Arnfinni á Eyri launaði hann dygga fylgd með því að gera hann að aðaltrúnaðarmanni sínum og umbjóðanda í kjördæminu og hafði þar með fyrstur manna komið auga á þá miklu orku, sem bjó hið innra með þessum bónda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.