Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 21
Ávarp um þjóðareiningu gegn her
á íslandi
Svo sem kunnugt er hefur íslenzka þjóðin í nálega 13 ár búið í tví-
býli við erlendar þjóðir, fyrst Breta og síðar Bandaríkjamenn, þar af
7—8 ár í nábýli við erlendan her. Þegar Bretar stigu hér á land 10.
maí 1940, mótmælti ríkisstjórnin í nafni þjóðarinnar þeim aðförum.
Þau mótmæli veittu þjóðinni viðnámsþrótt á hernámsárunum, og þrátt
fyrir samninga um að Bandaríkjaher stigi hér á land 1941 og dveldist
hér styrjaldartímabilið, var aldrei sljóvgaður viðnámsþróttur þjóðar-
innar í heild, þó að hæglega megi benda á ýmsar veilur. Þjóðinni var
Ijós sú alvarlega hætta, sem steðjaði að þjóðerninu, tungunni og upp-
vaxandi kynslóð. Margs konar mótmæli komu fram gegn hernum og
einkum var reynt að bægja áhrifum hans frá samkvæmislífi unga fólks-
ins og skemmtunum, samanber hina margendurteknu auglýsingu: Að-
gangur aðeins fyrir íslendinga.
Síðan bandaríski herinn kom til landsins fyrir tæpum tveimur árum,
hefur vaxandi uggur um þjóðernislega hættu gripið hugi fjölda íslend-
inga og sennilega yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar, og sízt að á-
stæðulausu. Fjöldamörg félagasamtök og landssambönd stétta hafa í
ýmsum myndum mótmælt hernum, hernaðarandanum og stofnun inn-
lends hers. Má þar til nefna Ungmennafélag íslands og mörg einstök
ungmennafélög, prestastefnuna s.I. ár, kennaraþing og kennarafélög,
stúdentaráð og stúdentafélög, innanlands og utan, kvenfélög víðsvegar
um landið, Menningar- og friðarsamtök kvenna, fjöldamörg verkalýðs-
félög og Alþýðusamband íslands, iðnnemasamtök og félög iðnaðar-
manna, pólitisk félög og flokka, Sósíalistaflokkinn, Þjóðvarnarflokk-
inn, miðstjórn Alþýðuflokksins, Félag ungra sjálfstæðismanna, Heim-
dall, Félag ungra framsóknarmanna, Æskulýðsfylkinguna, félag ungra