Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 66
56
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Upp frá því var Arnfinnur vakinn og sofinn að vinna fyrir flokkinn.
Stundum var þetta erfitt og jafnvel vanþakklátt verk. Jafnvel þótt flokk-
urinn þreyttist aldrei á að stagast á kjörorðum sínum, þegnskapur og
ábyrgðartilfinning, voru ýmsir óþroskaðir flokksmenn, sem efuðust um
gildi þeirra eða þrjózkuðust við að taka þau j afnbókstaflega og vera
bar. Einkum vildi þetta við brenna, þegar flokksmönnunum fannst að
flokkurinn væri að skipta um stefnu. Þá féll það jafnan í hlut Arnfinns
að ferðast um kjördæmið þvert og endilangt og sannfæra flokksmenn-
ina um að nýja stefnan væri jafnvel enn betri en sú gamla og með því
að hnika stefnunni svolítið til væri flokkurinn einmitt að sýna enn meiri
þegnskap og ábyrgðartilfinningu en hann hafði nokkurntíma áður gert.
Ábyrgir stjórnmálamenn geta stundum verið fljótir að snúa við
snældunni sinni. Þegnskapur og ábyrgðartilfinning flokksins, sem fram
að þessu hafði aðallega miðazt við velferð ríkisins, hafði fyrirvaralaust
og af mikilli skyndingu verið flutt yfir á alþjóðlegan vettvang.
Arnfinni barst einmitt tilkynning frá flokknum þar að lútandi í
rökkrinu þetta kvöld. Pósturinn hafði flutt honum mikið ábyrgðarbréf
frá flokknum og víst var það, að aldrei hafði meiri ábyrgð verið lögð
Arnfinni á herðar en sú, er fólst í því að framkvæma fyrirskipanir
þessa bréfs.
Efni þess var í stuttu máli á þessa leið: Rússar voru komnir í stríð
við frændur okkar Finna. Öllum íslendingum bar að sýna þegnskap
sinn og ábyrgðartilfinningu með því að vera á móti Rússum og styðja
frændur sína Finna. Flokkurinn gekkst fyrir því að láta fara fram alls-
herjar skoðanakönnun um land allt, til þess að ganga úr skugga um
hverjir væru á móti Rússum og hverjir ekki. Hún skyldi framkvæmd á
þann hátt að hefja án tafar allsherjar söfnun til styrktar Finnum og
þeir sem ekki vildu leggja fé af mörkum í þessu skyni áttu að skoðast
sem óþj óðhollir óábyrgir menn og setjast utangarðs við þjóðfélagið.
Klukkustund eftir að Arnfinnur hafði fengið þetta bréf var hann
kominn af stað, staðráðinn í því að framkvæma fyrirskipanir flokksins
til hins ýtrasta, enda þótt hann hefði aldrei komið nærri utanríkispóli-
tík fyrr. Það var aðeins eitt, sem olli honum dálítilla heilabrota, þegar
hann reið fram sveitina þetta desemberkvöld.
■ ■ Flokksstjórninni hafði alveg láðst að taka fram, með hvaða ráðum
hann ætti að koma þeim út fyrir garð þjóðfélagsins, sem kynnu að