Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 108
93
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
VI
Slafnesk mál
Slafnesk mál eru móðurmál yfir 200 miljóna manna. Þeirra útbreidd-
ast er rússneska, sem er ríkismál Sovétsambandsins og móðurmál 110
milljóna, er byggja Rússland og mikinn hluta Sovétríkjanna austur um
alla Asíu. Annars er talaður fjöldi tungna í Sovétríkjunum, eða nær
150 talsins, og er meiri hluti þeirra af Úral-Altai flokknum, eins og
finnska og tyrkneska, en þeir íbúar Sovétríkjanna, sem eiga ekki rúss-
nesku að móðurmáli, munu vera um 90 milljónir talsins.
Annað útbreiddasta slafneska málið er pólska, sem töluð er af nær
30 millj. manna í Póllandi. Hún telst til hinna vestur-slafnesku mála
ásamt tékknesku og sorbnesku eða vindversku, en það er tunga, sem töl-
uð er af 150 þús. manna í héruðunum Cottbus og Bautzen austan Ber-
línar.
Suðurslafnesk mál eru talin búlgarska, sem er töluð af 7 milljónum
Búlgara, serbneska og króatíska, sem sumir telja raunar eitt mál og tal-
aðar eru í Júgóslavíu, en þar tala einnig nokkrar milljónir slóvensku,
sem einnig er talin til suðurslafneskra mála. Austurslafnesk mál eru hins
vegar rússneska (stór-rússneska) og tungur þær eða mállýzkur, sem
henni eru skyldastar, hvít-rússneska og úkraínska, og er þar raunar svo
lítill munur á, að ekki er meiri en á mállýzkum innan norrænna tungna.
Hvítrússnesku tala um 10 milljónir manna í vesturhéruðum Mið-Rúss-
lands, austur og suðaustur af baltnesku löndunum, enda er þar kallað
Hvíta-Rússland. Úkraínska er töluð af um 40 milljónum manna í öllum
suðvesturhluta Rússlands, á norðurströnd Kaspíahafs og allt austur
undir Kákasus. Útbreiddasta slafneska málið er rússneska, móðurmál
um 110 af hér um bil 200 milljónum íbúa allra Sovétríkjanna, en auð-
vitað kann hana mikill hluti þeirra íbúa ríkjasambandsins, sem eiga
ekki rússnesku að móðurmáli. Hún er, ásamt móðurmáli nemendanna,
skyldunámsgrein í öllum skólum Sovétríkjanna, en skólakennsla fer
fram á móðurmáli nemendanna, sem jafnframt er mál hins opinbera á
hverjum stað.
Ekki þurfum við annað en líta á fyrstu sýningarnar í rússneskri kvik-
mynd til að sjá, að í þeirri tungu er notað annað stafróf en latínustaf-
rófið, sem hefur verið notað nú um sinn í íslenzkunni. Þetta stafróf er