Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 108
93 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR VI Slafnesk mál Slafnesk mál eru móðurmál yfir 200 miljóna manna. Þeirra útbreidd- ast er rússneska, sem er ríkismál Sovétsambandsins og móðurmál 110 milljóna, er byggja Rússland og mikinn hluta Sovétríkjanna austur um alla Asíu. Annars er talaður fjöldi tungna í Sovétríkjunum, eða nær 150 talsins, og er meiri hluti þeirra af Úral-Altai flokknum, eins og finnska og tyrkneska, en þeir íbúar Sovétríkjanna, sem eiga ekki rúss- nesku að móðurmáli, munu vera um 90 milljónir talsins. Annað útbreiddasta slafneska málið er pólska, sem töluð er af nær 30 millj. manna í Póllandi. Hún telst til hinna vestur-slafnesku mála ásamt tékknesku og sorbnesku eða vindversku, en það er tunga, sem töl- uð er af 150 þús. manna í héruðunum Cottbus og Bautzen austan Ber- línar. Suðurslafnesk mál eru talin búlgarska, sem er töluð af 7 milljónum Búlgara, serbneska og króatíska, sem sumir telja raunar eitt mál og tal- aðar eru í Júgóslavíu, en þar tala einnig nokkrar milljónir slóvensku, sem einnig er talin til suðurslafneskra mála. Austurslafnesk mál eru hins vegar rússneska (stór-rússneska) og tungur þær eða mállýzkur, sem henni eru skyldastar, hvít-rússneska og úkraínska, og er þar raunar svo lítill munur á, að ekki er meiri en á mállýzkum innan norrænna tungna. Hvítrússnesku tala um 10 milljónir manna í vesturhéruðum Mið-Rúss- lands, austur og suðaustur af baltnesku löndunum, enda er þar kallað Hvíta-Rússland. Úkraínska er töluð af um 40 milljónum manna í öllum suðvesturhluta Rússlands, á norðurströnd Kaspíahafs og allt austur undir Kákasus. Útbreiddasta slafneska málið er rússneska, móðurmál um 110 af hér um bil 200 milljónum íbúa allra Sovétríkjanna, en auð- vitað kann hana mikill hluti þeirra íbúa ríkjasambandsins, sem eiga ekki rússnesku að móðurmáli. Hún er, ásamt móðurmáli nemendanna, skyldunámsgrein í öllum skólum Sovétríkjanna, en skólakennsla fer fram á móðurmáli nemendanna, sem jafnframt er mál hins opinbera á hverjum stað. Ekki þurfum við annað en líta á fyrstu sýningarnar í rússneskri kvik- mynd til að sjá, að í þeirri tungu er notað annað stafróf en latínustaf- rófið, sem hefur verið notað nú um sinn í íslenzkunni. Þetta stafróf er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.