Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 89
í VÍN SÁ ÉG FRIÐINN
79
Þarna er, því miður, kjarninn í hugmyndum þeirra: Ég fór til að
tala um gagnkvæman skilning og þeir neituðu að fylgja mér af því að
þeir treystust ekki til að sundra samkomunni.
Þér verðið blekktur, sögðu þeir. Þér verðið látinn skrifa undir skjöl,
sem búið er að loka vandlega innan í umslagi, þér sjáið ekkert af þeim,
þér haldið að þau séu ósaknæm, og fyrr en varir uppgötvið þér svo, að
þér hafið skrifað undir afsláttarskjal, en þá er allt um seinan.
í stuttu máli sagt: Þeir voru hrœddir. Og þess vegna er það, að við
höfum orðið vitni að því, að fólk sem árum saman hefur predikað rift-
un Atlantshafssamningsins, efnahagslega skipulagningu Vestur-Evrópu,
endurupptöku verzlunarsambands við Austur-Evrópulöndin og endur-
gildingu samnings Frakka við Ráðstjórnarríkin, hefur neitaS að fara til
Vínar, þegar það einmitt átti þess kost að hitta aðra Evrópubúa og ræða
vandamálin við fulltrúa frá Ráðstjórnarríkjunum og Austur-Evrópu-
löndunum.
í stuttu máli sagt: Ég lagði upp klyfjaður heilræðum. Og ég sver
ykkur það, að ég hefði heldur viljað vera sendur af tíu þúsund sam-
huga mönnum en að bera þannig með mér andstæðar vonir og ótta
auðhræddra manna, sem vilja frið án þess að hafa enn skilið að það
verður að skapa hann.
Og ég kom til Vínar. Þar varð ég fyrir stórkostlegri reynslu. Ég hef
lifað þrjár slíkar síðan ég komst til fullorðinsára., þrjár, sem í einu vet-
fangi færðu vonina með sér: Þjóðfylkingin 1936, lausnin undan oki
nazismans og friðarþingið í Vín.
Ég gæti lengi talað við ykkur um þessa stórkostlegu reynslu, en ég
ætla að láta nægja að segja frá einum þætti hennar. Ég las í Vín þessi
orð, sem einn af ráðherrum okkar hefur viðhaft í blaðamannasam-
kvæmi: Sannleikurinn á að vera hin gullna regla blaðanna.
En á þeirri sömu stundu og klukkustund eftir klukkustund, að segja
má, rak ég mig áþreifanlega á lygar blaðanna. Það voru kerfisbundn-
ar lygar, fjarstæðukenndar, óskammfeilnar, og vöktu enn meiri and-
styggð okkar fyrir það, að við sáum á hverjum degi andlit þeirra, sem
bjuggu þær til, blaðamannanna.
Ykkur finnst ég ef til vill barnalegur, en ég hef lengi vitað, að þessi
blöð ljúga. Svo kann jafnvel til að bera, að maður geti lesið skýrum
stöfum sannleikann í gegnum lygina. En jafnvel þótt menn fyllist vand-